Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Af hverju eru svona margir vanbúnir fyrir fyrstu hálku vetrarins?
Fréttir 8. nóvember 2016

Af hverju eru svona margir vanbúnir fyrir fyrstu hálku vetrarins?

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Frá 1. nóvember til 14. apríl er lágmarks mynsturdýpt í hjólbörðum 3 millimetrar. Alltaf eru einhverjir sem láta veturinn koma sér á óvart og eru ekki tilbúnir til aksturs í snjó og hálku. Fyrir vikið lenda of margir í vandræðum og verða fyrir óhappi sökum þess.
 
Þótt sumardekk standist mynstursdýpt við mælingu eru sumardekk ekki gerð til aksturs í snjó og hálku. Oft hef ég sagt þessa setningu: 
 
Sá sem er vanbúinn til aksturs í snjó og hálku og biður um aðstoð á bara að fá eina tegund af aðstoð: Hjálp til að komast út fyrir veg. Viðkomandi er hættulegur öðrum í umferð og á ekki að vera í umferð. 
Ég vinn á hjólbarðaverkstæði og fæ oft spurninguna: Nagladekk eða ekki?
 
Á hjólbarðaverkstæðum heyrist ýmislegt um dekk og dekkjaráðleggingar. Fyrir nokkru var maður sem býr í nágrenni Reykjavíkur að skipta undir heimilisbílunum yfir á vetrardekkin og sagði þá: „Báðir heimilisbílarnir eru hafðir á nagladekkjum öryggisins vegna, en þegar skólabíllinn kemur og sækir börnin í skólann er hann á ónegldum dekkjum.“ 
 
Önnur setning var sögð á dekkjaverkstæðinu af samstarfsmanni mínum þegar hann var farið að lengja eftir að „dekkjatörnin“ hæfist:
 
„Á vorin ­auglýsir Reykja­víkurborg grimmt nagladekkin burt, en aldrei er auglýst að setja nagladekkin undir á haustin, er þetta ekki brot á jafnræðisreglum?“
 
 
Undanfarið hefur Sjóvá verið að auglýsa muninn á hemlunarvegalengd sumardekkja og vetrardekkja sem er mikill, en á 50 km hraða og í stopp munar 20 metrum í hemlunarvegalengd. Nýjasta auglýsingin frá Sjóvá er að munurinn á hemlavegalengd nagladekkja og ónegldra vetrardekkja er 16 metrar ef ekið er á 50 km hraða. Sé tekið mið af þessari auglýsingu og þeirri fyrri er hemlunarvegalengd á negldum dekkjum 36 metrum styttri en á sumardekkjum.
 
Ekki spurning um að vera á nöglum sé ekið á landsbyggðinni
 
Ef mikið er verið að keyra út á land á veturna á viðkomandi að vera á nöglum og mitt viðmið er að sé ekið oftar en tvisvar yfir heiðar á veturna eða mikið farið í Bláfjöll á skíði þá eru naglar það sem undir bílnum skal vera. Nýlega fóru þrjár rútur út af veginum í nágrenni Reykjavíkur og ein þeirra á hliðina. Það er gáleysi að fara á rútu yfir heiðar eða fjallvegi með farþega á naglalausum rútum. Persónulega finnst mér ökumaður rútu sem fer á Þingvöll eða Gullfoss naglalaus ekkert annað en að stunda það sem kallað er glæfraakstur.
 
Því miður eru það eigendur farartækjanna sem ráða hvaða dekk fara undir bílana en ekki bílstjórarnir, en fallið hefur dómur á strætóbílstjóra í Reykjavík sem var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi fyrir að vera ekki á nöglum vitandi það að strætó í Reykjavík er aldrei á nöglum.  
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...