Fréttir / Öryggi, heilsa og umhverfi

Nýtt ár byrjar á að skoða ýmsar hættur, reglur og annað gagnlegt

Stundum fæ ég góðar ábendingar um val á efni í þennan pistil og í einstaka tilfellum um að einhverjum mislíki efnisval.

Vinnan endalausa að tryggja góða heilsu og öryggi

Eins og fram hefur komið hér í þessum pistlum hefur oft verið vitnað til írsku vefsíðunnar www.hsa.is, HSA (Helth and Safety Authority), opinber stofnun á Írlandi, stofnuð árið 1989 samkvæmt lögum um öryggi, heilbrigði og velferð á vinnustöðum og er undirdeild ráðherra/ráðuneytis atvinnuvega og nýsköpunar í Írlandi.

Skrítið að sekta fyrir nagladekk á sumrin en ekki fyrir sumardekk í vetrarófærð

Ég hef oft tjáð mig um það hvað á að gera við þann sem er ekki rétt útbúinn til aksturs í hálku og snjó og lendir í þeirri aðstöðu að þurfa hjálp. Þá á viðkomandi aðeins að fá eina tegund aðstoðar. Hann á að fá hjálp til að koma sér strax af veginum og úr umferðinni.

Ekki nóg að eiga öryggisbúnað, það þarf líka að nota hann

Áður í þessum pistlum hef ég nefnt að sennilega er ég með meiri hrakfallabálkum sem til eru og því góður í það að skrifa um forvarnir.

Tískan er sögð fara í hringi, það sama á við um öryggismál

Það er orðið frekar langt síðan að fyrsti pistilinn hér í pistla­skrifum um öryggismál var skrifaður, en mér telst til að það hafi verið annaðhvort síðsumars 2013 eða þá um haustið. Sé þetta rétt munað þá hafa verið ritaðir á þessum tíma nálægt 120 pistlar um öryggis-, heilsu- og umhverfismál.

Veðurspáin er kólnandi, er allt klárt fyrir komandi vetur?

Það á ekki að koma neinum á óvart að eftir sumri kemur vetur, en það er svo merkilegt að um helmingur Íslendinga virðast alltaf vera jafn óundirbúnir fyrir fyrstu hálkumorgna og fyrsta snjóinn. Ótrúlega algengt er að sjá á fyrstu dögum kulda illa klætt fólk í skótaui sem frekar hentar á sólarströndum.

Hvernig hefurðu það, er heilsan góð?

Sennilega er ég sá penni sem síst ætti að vera að skrifa um heilsufar, óreglulegur svefn, reyki mína pípu, stunda áhættusport svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir ofantalið þá hef ég ekki verið rúmfastur nema einn dag síðastliðin tvö ár vegna veikinda.