Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Reiðleiðin milli Akureyrar og Melgerðismela er góð og það nýttu sér margir sem fóru þá leiðina á hátíðina.
Reiðleiðin milli Akureyrar og Melgerðismela er góð og það nýttu sér margir sem fóru þá leiðina á hátíðina.
Mynd / Sigfús Ólafur Helgason
Fréttir 26. ágúst 2019

Nýir startbásar teknir í notkun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Hátíðin „Saman á Melunum“ var haldin á Melgerðismelum í Eyjafirði á dögunum, en um var að ræða samstarfsverkefni Hesta­mannafélaganna Léttis á Akureyri og Funa í Eyjafjarðarsveit. Lagt var upp með samveru á Melunum, að njóta þess sem Melgerðismelar hafa upp á að bjóða en þar er sannkölluð útivistarparadís fyrir hestamenn. 
 
Léttri mótadagskrá var blandað saman við almenna dagskrá, en hún samanstóð af töltkeppni þar sem keppnisknapar og reynsluboltar dæmdu. 
 
Með tilkomu nýju startbásanna vona menn að nýju blóði verði hleypt á í sögu skeiðgreina í Eyjafirði.
 
Nýir startbásar teknir í notkun
 
Þá voru af þessu tilefni vígðir nýir startbásar sem félögin tvö eiga sameiginlega. Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri Léttis, segir að með vígslu nýrra startbása hafi 25 ára gamall draumur hesta­manna á Akureyri og Eyjafirði ræst. KEA styrkti framtakið myndarlega að hans sögn. Vel þykir hafa tekist til með nýju startbásana, en Léttisfélagarnir Birgir Árnason og Gunnar Óli Vignisson báru hitann og þungann af smíði þeirra. „Básarnir eru frábærlega vel hannaðir og smíðaðir af þeim félögum svo ekki verður betur gert,“ segir Sigfús.„Ljóst er að með tilkomu startbásanna er vonandi að renna upp ný saga kappreiða í skeiðgreinum sem og öðrum hlaupagreinum hér um slóðir og spennandi tímar fram undan.“ 
 
Hestamannafélagið Funi stóð fyrir kynningu á Trec íþróttinni en mikill áhugi er fyrir greininni á meðal Funamanna. Sigfús segir enn sem komið er ekki komið fram íslenskt nafn á þessari íþrótt en um er að ræða eins konar þrautabraut sem knapi og hross fara um. Slík braut er fyrir hendi á Melgerðismelum fyrir þá sem vilja spreyta sig.
 
Björn J. Jónsson, formaður Léttis á Akureyri, og Gunnar Örn Vignisson, einn þeirra sem sá um smíði á startbásunum.
 
Góður reiðvegur milli Akureyrar að Melgerðismela
 
„Þessi helgi okkar hestamanna á Melgerðismelum var alveg frábær í alla staði, veðrið lék við gesti, veitingar allar hinar mestu og bestu, matmikil kjötsúpa á föstudagskvöldinu, morgunmatur á laugardag og sunnudag, vöfflukaffi og kakó sem og heljarinnar grill­veisla á laugardagskvöldinu eftir sameiginlegan reiðtúr og svo lauk kvöldinu með varðeldi og einmitt þá kom berlega í ljós að nafn hátíðarinnar „Saman á Melunum“ var fullkomnað. Þetta gefur fyrirheit um nánara samstarf félaganna í framtíðinni,“ segir Sigfús. 
 
Þónokkuð var um að menn riðu til hátíðarinnar en þess má geta að nú liggur góður reiðvegur frá Akureyri að Melgerðismelum með nokkrum góðum áningarstöðum á leiðinni, en það segir Sigfús að gefi góð fyrirheit um aukna notkun á Melgerðismelum sem útivistarparadísar fyrir hestamenn í framtíðinni. 
Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...