Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sara frá Stóra-Vatnsskarði á Landsmóti 2016, knapi er Sara Rut Heimisdóttir.
Sara frá Stóra-Vatnsskarði á Landsmóti 2016, knapi er Sara Rut Heimisdóttir.
Fréttir 3. apríl 2017

Kynbótasýningar hrossa sumarið 2017

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Fagráð í hrossarækt samþykkti drög að áætlun kynbótasýninga hrossa árið 2017 á fundi sínum á dögunum. Sýningaráætlunin er með líku sniði og undanfarin ár. Þó byrja sýningar viku seinna en í fyrra og verður því dæmt lengra fram í júní í ár. 
 
Heimsmeistaramót íslenska hestsins mun fara fram í Hollandi dagana 7.–13. ágúst og eru því síðsumarssýningarnar heldur seinna í ágúst miðað við árið í fyrra. Opnað verður fyrir skráningar á vorsýningar í apríl en frekari upplýsingar má nálgast á vefsíðu RML.
 
Fjórðungsmót á Vesturlandi
 
Fjórðungsmót verður haldið á Vesturlandi í ár, nánar tiltekið í Borgarnesi, daganna 28. júní–2. júlí.
 
Hross sem eru í eigu aðila á Vesturlandi, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum eða Skagafirði eiga þátttökurétt á mótinu og er miðað við að lágmarki 25% eignarhlut, að því er fram kemur í tilkynningu frá RML.
„Ákveðin fjöldi efstu hrossa í hverjum flokki eiga þátttökurétt á mótinu og er því ekki um einkunnalágmörk að ræða (sjá fjölda í meðfylgjandi töflu). Miðað er við að 68 kynbótahross verði á mótinu. Til að auðvelda bestu klárhrossum með tölti að komast inn á mótið verður 10 stigum bætt við aðaleinkunn klárhrossa í sætisröðun hrossa inn á mótið. Þetta er sama leið og var farin fyrir síðasta landsmót hvað klárhrossin varðar. Þegar kynbótasýningar byrja næsta vor verður birtur stöðulisti í WorldFeng sem sýnir hvaða hross eru inni á mótinu hverju sinni. Ef fleiri en eitt hross eru jöfn í síðasta sæti inn á mótið þá er þeim öllum heimil þátttaka á mótinu. Eins verða eigendur hrossa sem vinna sér þátttökurétt á mótinu en ætla sér ekki að mæta með þau af einhverjum ástæðum beðnir um að láta vita fyrir ákveðna dagsetningu, þannig að hægt sé að bjóða hrossum sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu,“ segir í tilkynningu RML.
 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...