Fréttir / Hross og hestamennska

Landsmót hestamanna 2018

Landsmót hestamanna verður á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Víðidal í ár, nánar tiltekið dagana 1.–8. júlí.

Góðar viðtökur við forsölutilboði sem lýkur á gamlársdag

„Miðasalan fer mjög vel af stað,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna, sem fram fer á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík á komandi sumri.

Undirbúa stofnfund félags um blóðtöku úr fylfullum hryssum fyrir lyfjaiðnaðinn

Allt að 30 bændur í Húnavatns­sýslu stunda það sem Kristján Þorbjörnsson kallar hrossabúskap með blóðtöku og hyggjast þeir innan tíðar stofna félag um þessa búskaparhætti sína. Undirbúningur stendur sem hæst en blásið verður til fundar á Blönduósi einhvern næstu daga.

Skýrsluhaldsskil og skráning á fyljun

Til upprifjunar er rétt að minna á að haustið 2016 voru tekin upp árleg skil á skýrsluhaldi í hrossarækt í gegnum heimarétt WorldFengs. Þessi skil eiga að fara fram fyrir 20. nóvember ár hvert.

Samstarf nyrðra um hesta- mennsku fyrir fatlaðra

Hestamannafélagið Léttir, Hestaleigan Kátur, Akureyrar­bær og Fjölmennt eru að hefja samstarf um hestamennsku fyrir fatlaða í í Léttishöllinni ofan Akureyrar í vetur.

Athyglisverður árangur í hrossarækt

Ellefu hrossaræktarbú eru tilnefnd til árlegrar heiðurs­viðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarmaður ársins.

Rætt um úrbætur í reiðvegamálum

Landssamband hestamannafélaga stendur fyrir málþingi um úrbætur í reiðvegamálum þann 14. október næstkomandi í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi.