Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Verðmæti grisjunarviðar gæti numið um 3,8 milljörðum
Gamalt og gott 4. apríl 2018

Verðmæti grisjunarviðar gæti numið um 3,8 milljörðum

Höfundur: smh

Árið er 2013 og á forsíðu Bændablaðsins þann 11. apríl er greint frá verkefninu Íslensk skógrækt (Ísú) sem Rannsóknarstöð skógræktar á Mógilsá hafði með höndum, en þar kom fram hægt yrði að grisja allt að 290 þúsund rúmmetra af trjáviði á næstu 5-10 árum. 

Lauslega var áætlað að verðmæti þessa grisjunarviðar myndi verða 3,8 milljarðar króna, sem myndi leggjast við aðra atvinnuskapandi og gjaldeyrissparandi verðmætaframleiðslu á Íslandi til ársins 2023.

Í fréttinni er sagt frá því að gleðilegu tíðindin í þessu séu þau að eftirspurn eftir trjáviði sé margfalt meiri en framboðið var fyrir fimm árum. Í verkefninu hefur Rannsóknarstöð skógræktar staðið fyrir úttekt á ræktuðum skógum á Íslandi með það að meginmarkmiði að reikna út kolefnisbúskap þeirra. 

„Það er mikilvægur hluti í bókhaldi gróðurhúsaloftegunda á Íslandi sem yfirvöld hafa skuldbundið sig til að gera með undirritun Kyotobókunarinnar. Þau gögn sem safnast við þessa úttekt er hægt að nýta til að gefa upplýsingar um margt annað í fari ræktaðra skóga á Íslandi en kolefnisbúskap. Þetta eru upplýsingar sem lýsa stærð og ástandi skóga í þátíð og nútíð og eru líka forsenda fyrir spá fyrir um framtíð skóganna.

Þannig er m.a. hægt, með nokkurri nákvæmni, að áætla flatarmál og til gamans fjölda trjáa í ræktuðum skógum. Yfir 6 milljónir plantna gróðursettar 2007 en aðeins 3,5 milljónir á síðasta ári Skipulög skógrækt hófst hér á landi árið 1899 en fyrstu áratugina var ræktun nýrra skóga með gróðursetningu trjáplantna afar takmörkuð. Þegar mest var, árið 2007, voru gróðursettar yfir 6 milljónir plantna. Afköst hafa hins vegar dregist verulega saman undanfarin ár vegna niðurskurðar á fjárlögum og stefnir nú allt í að árleg gróðursetning á þessu ári verði einungis um 3,5 milljónir plantna. 56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár Í skógunum sem ræktaðir hafa verið síðastliðin 114 ár standa nú um 56 milljónir gróðursettra trjáa á 37.900 ha lands. Að auki er að finna í þessum skógum um 12 milljónir af sjálfsáðum trjáplöntum, aðallega íslenskt 

Páskaeggjaframleiðslan á fullu
Gamalt og gott 28. mars 2024

Páskaeggjaframleiðslan á fullu

Árið 1979 voru framleidd tæplega fjögur hundruð þúsund páskaegg hérlendis, Íslen...

Mjólkurpóstur á Laugavegi
Gamalt og gott 22. janúar 2024

Mjólkurpóstur á Laugavegi

Mjólkurpóstur á Laugavegi í Reykjavík er myndin titluð og er frá árinu 1949. Þjó...

Heyflutningar
Gamalt og gott 12. desember 2023

Heyflutningar

Í mars það herrans ár 1966 stóðu pallbílar, fullfermdir af heyi við Bændahöllina...

Ullarflíkur frá Álafossi
Gamalt og gott 28. nóvember 2023

Ullarflíkur frá Álafossi

Hér sjást ullarflíkur frá Álafossi. Mynd tekin fyrir búnaðarblaðið Frey árið 198...

Kornskurður á Búlandi
Gamalt og gott 15. nóvember 2023

Kornskurður á Búlandi

Kornskurður á Búlandi í Austur-Landeyjum haustið 1981. Mynd sem birtist í þriðja...

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917
Gamalt og gott 31. október 2023

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917

MR búðin, Mjólkurfélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917 og hefur selt í gegnum...

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“
Gamalt og gott 17. október 2023

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“

Mynd úr safni Bændasamtakanna. Með henni fylgir vélritaður miði sem á stendur: „...

Blómabúðin Dögg
Gamalt og gott 3. október 2023

Blómabúðin Dögg

Blómabúðin Dögg stóð meðal annars á horni Bæjarhrauns og Hólshrauns. Árið 1982 á...