Gamalt og gott 22. desember 2016

Knútur og Helena ræktendur ársins 2010

Í jólablaðinu fyrir sex árum var sagt frá því á forsíðu að Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, garðyrkjubændur á Friðheimum, hefðu verið útnefnd ræktendur ársins á Haustfundi Sölufélags Garðyrkjumanna. 

Í fréttinni kemur fram að þau væru búin að vera í fimmtán ár á Friðheimum og stundað þar garðyrkju og hrossarækt jöfn­um höndum, en þau bjuggu áður í Reykjavík.

Það er óhætt að segja að þau hafi síðan staðið vel undir nafnbótinni, því vegsemd þeirra hefur einungis aukist með árunum og býli þeirra Friðheimar nýtur mikilla vinsælda meðal ferðamanna.