Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Af hverju missir lerki ekki alltaf barrið á veturna?
Gamalt og gott 25. október 2013

Af hverju missir lerki ekki alltaf barrið á veturna?

Lerki missir yfirleitt barrið á veturna og er meðal örfárra tegunda barrtrjáa sem það gerir. Einstök lerkitré missa þó ekki nálarnar eðlilega á haustin og tolla brúnar og visnaðar nálar á þeim yfir veturinn og jafn vel fram á næsta vor.
Meðal trjáa hafa þróast tvær mismunandi leiðir til að forðast skaða yfir veturinn. Flestar tegundir lauftrjáa, og til dæmis lerki meðal barrtrjáa, mynda tiltölulega þunn og „ódýr“ laufblöð sem lifa aðeins eitt sumar og er síðan hent um haustið, oft eftir myndarlega skrautsýningu haustlita. Flestar tegundir barrtrjáa, og til dæmis alparósir meðal laufrunna, mynda hins vegar tiltölulega þykk og „dýr“ laufblöð, oft með þykkri vaxhúð, sem gerir þeim kleyft að lifa af einn eða fleiri vetur á trénu. Þessar mismunandi leiðir hafa þróast í tímans rás undir mismunandi kringumstæðum og virðist hvorug betri en hin.

Hjá öllum eðlilegum trjám er frumulag neðst í blaðstilkum laufblaða/nála sem er viðkvæmt fyrir plöntuhormóninu absissínsýru. Hjá sumargrænum trjám myndast absissínsýra í öllum laufblöðum á hverju hausti, frumulag þetta leysist upp og blöðin falla af trjánum. Hjá sígrænum trjám myndast absissínsýra í blöðum sem eru orðin nokkurra ára gömul og þau falla af trjánum, það er einn árgangur blaða/nála á ári, en yngri blöð/nálar falla ekki.
Lerkitré sem ekki missa nálarnar á haustin eru sennilega með erfðagalla sem felst annað hvort í því að nálarnar mynda ekki næga absissínsýru eða að frumurnar í umræddu frumulagi eru ekki nægilega viðkvæmar fyrir absissínsýru.

Byggt á svari Þrastar Eysteinssonar, sviðsstjóra þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins, á Vísindavef Háskóla Íslands, en hann tók einnig meðfylgjandi mynd.

Verðlaunagripir á kúasýningu
Gamalt og gott 5. apríl 2024

Verðlaunagripir á kúasýningu

Þann 31. ágúst 2002 var haldin kúasýningin Kýr 2002 í Ölfushöllinni. Þan...

Páskaeggjaframleiðslan á fullu
Gamalt og gott 28. mars 2024

Páskaeggjaframleiðslan á fullu

Árið 1979 voru framleidd tæplega fjögur hundruð þúsund páskaegg hérlendis, Íslen...

Mjólkurpóstur á Laugavegi
Gamalt og gott 22. janúar 2024

Mjólkurpóstur á Laugavegi

Mjólkurpóstur á Laugavegi í Reykjavík er myndin titluð og er frá árinu 1949. Þjó...

Heyflutningar
Gamalt og gott 12. desember 2023

Heyflutningar

Í mars það herrans ár 1966 stóðu pallbílar, fullfermdir af heyi við Bændahöllina...

Ullarflíkur frá Álafossi
Gamalt og gott 28. nóvember 2023

Ullarflíkur frá Álafossi

Hér sjást ullarflíkur frá Álafossi. Mynd tekin fyrir búnaðarblaðið Frey árið 198...

Kornskurður á Búlandi
Gamalt og gott 15. nóvember 2023

Kornskurður á Búlandi

Kornskurður á Búlandi í Austur-Landeyjum haustið 1981. Mynd sem birtist í þriðja...

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917
Gamalt og gott 31. október 2023

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917

MR búðin, Mjólkurfélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917 og hefur selt í gegnum...

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“
Gamalt og gott 17. október 2023

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“

Mynd úr safni Bændasamtakanna. Með henni fylgir vélritaður miði sem á stendur: „...