Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, opnaði vefverslunina.
Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, opnaði vefverslunina.
Mynd / HKr.
Fréttir 26. nóvember 2014

Friðheimar hafa opnað netverslun

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Garðyrkjustöðin Friðheimar í Reykholti bætti enn við þjónustu sína í gær með opnun vefverslunarinnar Matarbúrsins á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, opnaði vefverslunina formlega í hófi sem haldið var af þessu tilefni á Hótel Sögu.

„Nú geta viðskiptavinir okkar hvar sem er í heiminum farið inn á vefinn okkar, friðheimar.is og keypt grænmetisvörur Friðheima,“ sagði Knútur Rafn Ármann við opnun vefsins í gær.

„Við erum komin með alls tólf vörutegundir og flóran er alltaf að aukast. Það er komið eitt og hálft ár síðan við kölluðum saman góðan hóp þegar við vígðum matarminjagripina og verslunina í Friðheimum, ári eftir að við opnuðum gestastofuna árið 2012. Síðan höfum við sífellt verið að taka þetta skrefinu lengra.

Það er alveg rétt sem Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda skrifaði á vefsíðu samtakanna í fyrri viku að garðyrkja og ferðaþjónusta eru sönn ást. Matarupplifunarþátturinn í þessari ferðaþjónustuuppsetningu okkar er að virka ótrúlega vel. Ég held að það séu mörg tækifæri í landbúnaði að flétta meira saman ferðaþjónustu og landbúnað. Þessar greinar eru báðar svo ekta og styrkja vel hvorar aðra. Þetta eykur mjög upplifun þeirra gesta sem til okkar koma til að njóta og fræðast. Þetta er ógleymanleg upplifun fyrir þá sem hafa ekki komið áður inn í gróðurhús. Ég er alveg sannfærður um að þeir fara allt öðruvísi þenkjandi að versla í matinn á eftir.“

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...