Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Yfirgnæfandi meirihluti vill betri upprunamerkingar matvæla
Mynd / Samtök verslunar og þjónustu
Fréttir 23. september 2014

Yfirgnæfandi meirihluti vill betri upprunamerkingar matvæla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt könnun Samtaka verslunar og þjónustu skiptir meira en fjóra af hverjum fimm Íslendingum máli að upplýsingar um upprunaland séu á umbúðum matvæla við ákvörðun um kaup.

Tæpur helmingur, 48%, að það skipti miklu máli og rúmur þriðjungur,35%, að það skipti nokkru máli. Aðeins 17% telja að það skipti litlu eða engu máli. Þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Bændasamtök Íslands og Neytendasamtökin sem eru í samstarfi um bættar upprunamerkingar matvæla. Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga telur að bæta þurfi upprunamerkingar.

11%, telur skort á upplýsingum vera í lagi

Rúmlega sjö af hverjum tíu landsmanna að það sé óásættanlegt að upprunaland hráefnis sé ekki getið á umbúðum unninna matvæla. Dæmi um slíkar afurðir eru t.d. innfluttar svínasíður sem eru reyktar og sniðnar í beikon, en samkvæmt gildandi reglum telst land vera upprunaland ef umtalsverð umbreyting vörunnar hefur átt sér stað. Tæpur helmingur, 46%, telur slíkar merkingar algerlega óásættanlegar og fjórðungur, 25%, telur þær að litlu leyti ásættanlegar.  Aðeins tíundi hver, 11%, telur skort á upplýsingum vera að mestu eða öllu leyti vera í lagi.

Loks telja tæplega níu af hverjum tíu, 86%, það skipta miklu eða nokkru máli að fá upplýsingar um upprunaland aðalinnihaldsefnis í kjötvörum sem eru unnar úr fleiri en einu hráefni, s.s. áleggi, pylsum og bökum. Tíundi hver telur það skipta litlu máli en aðeins 4% telja að það skipti engu máli. 

Vaxandi áhersla á upprunamerkingar

Árið 2006 var gerð norræn könnun á viðhorfum almennings til upprunamerkinga matvæla. Úrtakið þá var 1.000 einstaklingar. Niðurstöður hennar voru að áhersla Íslendinga á upprunamerkingar var heldur minni en hinna þjóðanna. En þessi könnun sýnir að áhersla Íslendinga á upprumamerkingar hefur aukist umtalsvert og er orðin svipuð og þá var meðal annarra Norðurlanda. Árið 2006 töldu 73% Íslendinga upprunamerkingar matvæla vera mikilvægar samanborið við 83% nú. Þar af töldu 34% árið 2006 merkingarnar vera mjög mikilvægar en 48% nú. Þá töldu 59% Íslendinga skort á upplýsingum um upprunaland hráefnis unninna vara vera óásættanlegan en 71% nú. Loks töldu fjórir af hverjum fimm, 82% árið 2006 það vera mikilvægt að upprunaland aðalhráefnis unninna kjötvara væri getið á umbúðum sem er svipuð niðurstaða og nú 86%.

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...