Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Á meðan verkfall stendur yfir getur slátrun ekki farið fram.
Á meðan verkfall stendur yfir getur slátrun ekki farið fram.
Mynd / smh
Fréttir 20. apríl 2015

Víðtæk áhrif af verkfalli dýralækna, matvælafræðinga og líffræðinga

Höfundur: smh

Á miðnætti hófust verkföll hjá fjórum stéttarfélögum innan BHM og þar með eru dýralæknar, matvælafræðingar og líffræðingar hjá Matvælastofnun farnir í verkfall.

Áhrif verkfalls starfsmanna Matvælastofnunar eru víðtæk og nær til meira en helmings starfsmanna stofnunarinnar, en einungis forstjóri Matvælastofnunar og yfirdýralæknir eru undanþegnir verkfalli.

Allt eftirlit í frumframleiðslu og með matvælafyrirtækjum sem framleiða búfjárafurðir mun stöðvast, þar með talin mjólkurframleiðsla. Einnig eftirlit með heilbrigði, aðbúnaði og velferð dýra og áburði og fóðri. Eftirlit í sláturhúsi stöðvast og þar með kjötframleiðsla, auk út- og innflutnings lifandi dýra og dýraafurða. Eftirlit með sjúkdómum í fiskeldi og með plöntuheilbrigði stöðvast einnig.

Í fréttum Ríkisútvarpsins í dag kom fram að Reykjagarður hafi sótt um undanþágu til að fá að slátra og er vonast eftir að það skýrist í dag.

Skylt efni: Verkfall BHM

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...