Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sveinn Margeirsson ásamt Finnboga Magnússyni.
Sveinn Margeirsson ásamt Finnboga Magnússyni.
Mynd / TB
Fréttir 28. febrúar 2020

Víða ratað: Talsverðir möguleikar gætu leynst í grasprótíni

Höfundur: Ritstjórn

Nýlokið er frumgreiningu á fýsileika þess að vinna prótín úr íslensku grasi, en Danir hafa á síðustu árum lagt talsverða vinnu í þróunarvinnu á sviði grasprótínframleiðslu.

Finnbogi Magnússon, Ditte Clausen og Hannes Rannversson fjalla um ýmsar hliðar á þessu verkefni í hlaðvarpsþættinum Víða ratað. Finnbogi ríður á vaðið, Ditte fjallar um fóðurfræði og samvinnu við Dani frá mínútu 42:50 og Hannes fer fyrir greiningu á innflutningi og arðsemisathuganir frá mínútu 53:40.

Hægt er að hlusta á þáttinn á öllum helstu streymisveitum og í spilaranum hér að neðan:

 Eftirfarandi atriði voru meðal helstu niðurstaðna verkefnisins:

  • Markaður fyrir prótín úr grasi er umtalsverður, en innflutningur á fóðri og fóðurhráefnum til landbúnaðarnota á Íslandi er um 100 þúsund tonn á ári.
     
  • Danskar rannsóknir hafa komið vel út varðandi fóðrun mjólkurkúa með grasprótíni og hrati úr framleiðslu þess. Fóðrun svína og kjúklinga með grasprótíni hefur einnig komið ágætlega út. Frekari rannsóknir eru í gangi í Danmörku.
     
  • Arðsemi uppbyggingar á vinnslu grasprótíns veltur m.a. á þáttum á borð við flutningskostnað, gengisþróun, nauðsyn á áburðargjöf og uppskeru á hektara.
     
  • Til að hægt sé að meta fýsileika vinnslu á grasprótíni betur þyrfti að eiga sér stað frekari söfnun upplýsinga. Sjá mætti fyrir sér tilraun sumarið 2020 í samvinnu bænda, danskra samstarfsaðila og fleiri hagaðila.

Hægt er að skoða kynningu á verkefninu hér.


Sveinn og Hannes Rannversson.


Ditte Clausen, ráðgjafi hjá RML, er viðmælandi Sveins í þætti dagsins.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...