Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sveinn Margeirsson, doktor í iðnaðarverkfræði, og Sigurður Björnsson sviðsstjóri hjá Rannís ræða um stuðningsumhverfi græna hagkerfisins.
Sveinn Margeirsson, doktor í iðnaðarverkfræði, og Sigurður Björnsson sviðsstjóri hjá Rannís ræða um stuðningsumhverfi græna hagkerfisins.
Mynd / TB
Fréttir 20. janúar 2020

Víða ratað: Landbúnaðurinn þarf að bera sig eftir björginni

Höfundur: Ritstjórn

Sigurður Björnsson, sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs hjá Rannís, er gestur Sveins Margeirssonar í nýjum hlaðvarpsþætti Víða ratað. Meðal þess sem ber á góma eru styrkjaleiðir sem tengjast rannsóknum og nýsköpun í landbúnaði og græna hagkerfinu. „Allir sem hafa áhuga á nýsköpun og vilja stunda nýsköpun geta leitað til okkar,“ segir Sigurður. Hann segir að fyrirtæki í landbúnaði geti eins og önnur sótt um styrki í gegnum Nýsköpunarsjóð námsmanna. Þau geti sem dæmi fengið háskólanema í þriggja mánaða verkefni þar sem nemendur koma inn með nýjar hugmyndir, ýta verkefnum af stað undir leiðsögn reyndara fólks.

Hjá Rannís eru reknir stórir samkeppnissjóðir sem eru opnir vísindamönnum og fleirum sem stunda rannsóknir, fræðistörf eða nýsköpun. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður eru stærstir en þeir veita umsækjendum tæplega 5 milljarða króna í styrki á ári. Einnig eru minni sjóðir innan vébanda Rannís, s.s. Innviðasjóður, Loftslagssjóður, Nýsköpunarsjóður námsmanna, listamannalaun, íþróttasjóður og sjóður fyrir sjálfstætt starfandi fræðimenn og fleiri.

Mörg dæmi um vel heppnuð verkefni innan bláa hagkerfisins

Sigurður nefnir dæmi um fyrirtæki tengd sjávarútvegi sem hafa byggst upp og notið aðkomu Rannís. „Við getum horft til fyrirtækja sem eru mjög öflug á heimsvísu. Marel til dæmis naut mikilla styrkja á sínum tíma úr sjóðum Rannís. Við erum með önnur fyrirtæki eins og Völku og Curio sem hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2019.“

Þurfum að nýta möguleikana sem bjóðast

Sveinn spurði hvort það væru ekki tækifæri í að nýta þá miklu reynslu og þekkingu sem byggst hefur upp í bláa hagkerfinu [sjávarútvegi og tengdum greinum] og í líftækni til þess að byggja upp græna hagkerfið [náttúra, matvælaframleiðsla, orkubúskapur, sjálfbærni].

„Ég geri ráð fyrir því að bændur og þeir sem tengjast græna hagkerfinu geti lært af því og náð árangri. Hvort við verðum fremst í heimi veit ég ekkert um – en við höfum möguleika hér og við eigum að reyna að nýta þá. Það hljóta að vera tækifæri í því en auðvitað þurfa þeir sem eru í græna hagkerfinu að keyra það áfram sjálfir. Það er ekki okkar að benda á tækifærin. Þeir sem eru í hagkerfinu eru þeir sem þurfa að stíga upp og nýta sér þau,“ segir Sigurður og bætir við að hér sé öflugt stuðningsumhverfi fyrir rannsóknir og nýsköpun þó auðvitað vilji menn alltaf meiri fjármuni í málaflokkinn.

Þátturinn Víða ratað er hýstur undir merkjum Hlöðunnar, hlaðvarps Bændablaðsins, á öllum helstu streymisveitum. Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn hér undir.

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...