Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í pontu á fundi í Þjóðminjasafninu þann 10. október sl. undir yfirskriftinni „Hvernig aukum við verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði?“
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í pontu á fundi í Þjóðminjasafninu þann 10. október sl. undir yfirskriftinni „Hvernig aukum við verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði?“
Mynd / HKr.
Fréttir 8. nóvember 2018

Við getum gert betur í verðmætasköpun og eigum fullt af tækifærum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Þann 10. október boðaði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til fundar í Þjóðminjasafninu undir yfirskriftinni Hvernig aukum við verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði?
 
Fundurinn var mjög vel sóttur en þarna voru fjölmargir fulltrúar bænda, neytenda, verslunar og áhugamanna um þessi mál. 
 
Ráðherra segist sjá mikil tækifæri
 
Við setningu fundarins sagðist ráðherra sjá mun meiri tækifæri í landbúnaði eftir að hafa kynnst af störfum sínum sem ráðherra þeim krafti sem þar er. Hann sagði að það væri þó á ýmsum sviðum hægt að gera betur. Staðan væri mismunandi eftir greinum. Umbætur yrðu þó ekki gerðar nema menn tækju höndum saman. Sjálfur sagðist hann þó reyna að nálgast málin með bjartsýni að leiðarljósi. 
 
Margir hafa gagnrýnt Kristján Þór fyrir nálgun hans á málefnum landbúnaðarins og þá ekki síst fyrir að reyna að minnka vægi hans innan stjórnkerfisins með því að hætta við ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu matvæla og landbúnaðar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu nú í haust. Í fyrri viku sendi stjórn Auðhumlu frá sér áskorun til ráðherrans um að endurskoða þá ákvörðun. Þá hafa sveitarfélög, Bændasamtök Íslands og fjölmargir aðrir gagnrýnt þessa ákvörðun ráðherra. Þetta varð þó ekki umræðuefni fundarins þó það væri mörgum ofarlega í huga, heldur miklu fremur var rætt um hvaða leiðir væru í stöðunni til að bæta hag landbúnaðar og þá ekki síst sauðfjárbúskapar.
 
Getum gert betur
 
„Ég leyfi mér að fullyrða það hér að við getum á ýmsum sviðum gert betur. Í opinberri umræðu er þó áberandi að stjórnvöld séu notuð sem boxpúði. Þannig getur verið þægilegt að eiga andskotann á einum stað og allir sameinast um að berja hann, en það veldur því að við komum málum ekkert áfram. Ég hef þykknað aðeins með árunum, þoli alveg högg, er kominn með ágætan skráp. Meðan við erum í þessum farvegi að búa okkur til púðann og fara svo aftur heim í skotgrafirnar, þá verður engin þróun í því verkefni sem menn eru að sýsla með dag hvern. Ég tek stöðuna í þessum efnum því með þeim hætti að við eigum fullt af tækifærum,“ sagði Kristján.
 
Benti hann á endurskoðun á búvörusamningum þar sem væri fullt af tækifærum til að takast á við breytingar. Með sama hætti lægju fyrir nýlegar breytingar á tollasamningi. 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...