Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Versta uppskera í 25 ár
Fréttir 21. mars 2019

Versta uppskera í 25 ár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ólífubændur á Ítalíu standa frammi fyrir því að uppskera á ólífum í ár er 57% minni en í meðalári og sú minnsta í 25 ár.

Ástæða uppskerubrestsins eru sagðar vera breytingar á veðri sem hafi leitt til þess að veðurfar á stórum ólífuræktarsvæðum sé orðið óhagstætt fyrir ólífutré. Hugsanlegt er talið að Ítalía þurfi að flytja inn ólífur þegar líða tekur á árið.

Breytingarnar á veðri sem eru að valda ítölskum og öðrum ólífuræktarbændum í kringum Miðjarðarhafið vandræðum felast í óvenju miklum rigningum, óvenjulegum vorfrostum, hvössum vindum og sumarþurrkum.

Sérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsbreytinga segja að breytingar á veðurfari við Miðjarðarhafið sem dregið hafa úr ólífuuppskeru séu upphafið að enn meiri breytingum í veðri þar um slóðir.

Ólífutré eru viðkvæm fyrir snöggum og tíðum veðrabreytingum og slíkar breytingar gera þau einnig viðkvæmari fyrir sýkingu og ekki síst bakteríu sem kallast xylella fastidiosa og herjað hefur á ólífutrjáalundi í löndunum við Miðjarðarhaf undanfarin ár.

Yfirvöld á Ítalíu hafa lofað að hlaupa undir bagga með bændum en tap þeirra er metið í hundruðum milljóna evra.

Samkvæmt spám kommisara Evrópusambandsins má búast við að uppskera á ólífum á þessu ári verði að minnsta kosti 20% minni í Portúgal og 42% minni í Grikklandi en í meðalári.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...