Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vanilla er klifurjurt að ætt brönugrasa.
Vanilla er klifurjurt að ætt brönugrasa.
Mynd / VH
Fréttir 18. apríl 2018

Verðhækkun leiðir til skógareyðingar og dauða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mikil verðhækkun á vanillu­belgjum hefur leitt til þess að aukið skóglendi hefur verið rutt til ræktunar á vanillaorkideunni. Auk þess sem meiri ásókn í belgina hefur leitt til þjófnaða, átaka og dauða vegna átaka um uppskeruna.

Eftirspurn eftir vanillubelgjum sem náttúrulegt bragðefni á Vesturlöndum hefur ríflega fimmfaldast undanfarin ár. Vanilla er þekkt bragðefni sem er mikið notað í ís, súkkulaði og sem vanilludropar við bakstur.

Þjófar drepnir með sveðjum

Víða þar sem vanilla er ræktuð ríkir umsátursástand þar sem þjófar sitja um uppskeruna og bændur verja hana með vopnum. Í einu tilfelli þar sem þjófar fóru um ræktunarsvæði tóku bændurnir sig saman og réðust til atlögu við þjófana með þeim afleiðingum að fimm þjófanna voru dregnir á burt og síðan drepnir með sveðjum og spjótum.

Mest ræktað á Madagaskar

Madagaskar er stærsti ræktandi vanillu í heiminum og þar er skógareyðing til að auka ræktun einnig mest.
Fyrir nokkrum árum var rósaviður mest seldi varningurinn á svörtum markaði á Madagaskar en í dag er það vanilla.

Þrátt fyrir miklar hækkanir á verði á vanillu á Vesturlöndum hefur verð til bænda ekki hækkað og lifa flestir vanilluræktendur á Madagaskar undir fátækra­mörkum.

Skylt efni: Vanilla | Skógareyðing

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...