Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Golfvöllur Golfklúbbs Garðabæjar. Mynd / GG.
Golfvöllur Golfklúbbs Garðabæjar. Mynd / GG.
Fréttir 3. janúar 2020

Vel hægt að gera golfvöll á skógræktarsvæði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Formaður Golfklúbbs Garðabæjar segir að það sé misskilningur að golfklúbburinn hafi látið teikna nýjan golfvöll sem teygir sig inn á svæði Skógræktar Garðabæjar. Hann segir hugmyndina um staðsetningu nýja golfvallarins koma frá stjórn bæjarfélagsins og að golfklúbburinn sé einungis að þiggja land í bætur fyrir annað land sem tekið var af þeim.

Guðmundur Oddsson, formaður Golfklúbbs Garðabæjar, segir að í sjálfu sér eigi golfklúbburinn enga aðkomu að málinu og að hér sé um málefni sveitarfélagsins að ræða. „Það er misskilningur að golfklúbburinn hafi látið hanna nýja völlinn. Garðabær tók af okkur níu holu völl og til að bæta okkur það þá bauð bæjarfélagið land sem er hluti af skógræktinni. Í sjálfu sér höfðum við ekki farið fram á að fá neitt sérstakt land annað en að það væri sambærilegt eða betra en landið sem var af okkur tekið.“

Guðmundur Oddsson, formaður Golfklúbbs Garðabæjar.

Völlur fyrir völl

„Við vorum áður mjög ánægð með völlinn sem við höfðum og ósátt við að missa hann og því einungis þiggjendur í þessu máli þar sem verið er að bæta völl fyrir völl. Ákvörðunin um staðsetningu nýja vallarins er því alfarið á ábyrgð bæjarins sem síðar réði til sín golfvallahönnuð til að skipuleggja svæðið og því alfarið á þeirra vegum. Mér er satt að segja ómögulegt að vita hvernig sá misskilningur kom upp að við stæðum að baki hönnuninni og ég hef sagt formanni skógræktarfélagsins að svo sé ekki.“

Klárlega þarf að fella einhver tré

Þegar Guðmundur er spurður hvort ekki skjóti skökku við að fella tré á Íslandi og í ljósi umræðna um skógrækt til að binda koltvísýring til að búa til golfvöll svarar hann því að enginn skógur verði felldur til að búa til golfvöllinn. „Þetta er eiginlega hálfgert grín. Að mínu mati má alveg leggja golfvöll í skóglendi og ég hef sagt við skógræktarfólkið að það sé mikið auðveldara að færa tré en heilan golfvöll. Það eru ekki öll tré á svæðinu gömul og há og það hlýtur að vera hægt að færa minni trén með góðum árangri.“
Guðmundur segir að klárlega þurfi að fella einhver tré á svæðinu og að golfklúbburinn sé að sjálfsögðu til í að leggja skógræktinni lið við áframhaldandi skógrækt á svæði golfvallarins. „Það hefur aldrei staðið á því af okkar hálfu.“

Þegar Guðmundur er spurður hvort ekki megi finna annað land fyrir golfvöllinn en það sem skógræktarfélagið hefur ræktað upp, segir hann að golfklúbburinn hafi nýlega reist golfskála á svæðinu og að þeir geti ekki tekið land undir völlinn nema að það sé í eðlilegum tengslum við skálann.

Skil vel afstöðu skógræktarfólksins

Guðmundur segir að lokaútfærsla á golfvellinum sé ekki tilbúin en að hann haldi að það sé komin sæmileg sátt um málið. „Ég skil vel afstöðu skógræktarfólksins og að mínu viti hefur hönnuðurinn verið að hliðra teikningunni til þannig að sífellt minna er tekið af trjánum og að röskunin verði sem minnst. Ég sagði á sínum tíma við bæjarstjórann að það yrði að ganga frá málinu á þann veg að sátt yrði um útkomuna og fékk það svar að málið yrði leyst og persónulega trúi ég ekki öðru en að svo verði og við náum góðri lendingu,“ segir Guðmundur Oddsson, formaður Golfklúbbs Garðabæjar, að lokum. 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...