Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vafasamar upprunamerkingar
Fréttir 15. apríl 2016

Vafasamar upprunamerkingar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verslunarkeðjan Tesco er sökuð um að hafa falsað upprunamerkingar á landbúnaðarvörum með því að segja þær upprunnar frá býlum og framleiðendum sem einungis eru til í hugarheimi markaðsmanna Tesco.

Í breskum fjölmiðlum er sagt að dæmi séu um að grænmeti sem sagt er koma frá ímynduðum bóndabæ á Bretlandseyjum sé við nánari skoðun ræktað í Brasilíu og að „lífrænt ræktuð“ bresk jarðarber séu framleidd á Spáni.

Í öðru tilfelli var svínakjöt sem sagt var af svínum á litlu bresku fjölskyldubúi framleitt í verksmiðjubúi í Hollandi. Epli sem sögð eru ræktuð í Kent koma frá Kína og svo mætti lengi telja.

Tesco ver merkingarnar

Talsmenn Tesco segja að vörurnar sem þeir selji komi frá mörgum framleiðendum og að um mistök sé að ræða séu upprunamerkingarnar rangar og að í sumum tilfellum hafi býli sem vörurnar séu merktar frá nýlega hætt starfsemi. Í öðrum tilfellum séu innfluttar vörur seldar undir innlendu vörumerki.

Dæmi um bæjarheiti sem Tesco notar eru Willow, Boswell, Woodside, Nightingale og Redmere. Öll þessi nöfn hljóma bresk en við nánari skoðum sést að hráefnið í pakkningunum er erlent. Verslunarkeðjur eins og Morrison´s, Aldi og Lidl eru sagðar merkja sínar vörur á sama hátt.

Villandi fyrir neytendur og skaðlegt fyrir bændur

Bændasamtökin í Bretlandi hafa gagnrýnt merkingarnar harðlega og segja þeim einungis ætlað að villa um fyrir neytendum og að þær skaði hagsmuni breskra bænda. Enn fremur er því haldið fram að merkingarnar blekki neytendur sem vilji styrkja innlendan landbúnað og að þeir séu því að kaupa köttinn í sekknum.

Talsmenn Bændasamtakanna í Þýskalandi hafa í framhaldi af málinu stigið fram og sagt að ástandið sé svipað þar í landi. Merkingar séu iðulega villandi og gefi í skyn að erlend landbúnaðarvara sé innlend.

Íslensk naut frá Þýskalandi

Ekki alls fyrir löngu kom upp svipað mál hér á landi þar sem orðið Ísland var áberandi í merkingum umbúða fyrir nautakjöt. Við nánari skoðun reyndist kjötið vera frá Þýskalandi. Einu sinni var líka bent á að ekki væri nóg að skola erlent kál í íslensku vatni og pakka því hér á landi til að það teljist íslensk framleiðsla.

Neytendur eiga að sjálfsögðu rétt á að vita hvaðan maturinn þeirra kemur og hvert innihald umbúða sem þeir kaupa er. Rangar og villandi upplýsingar koma sér illa fyrir alla.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...