Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Úranus10081.
Úranus10081.
Fréttir 16. apríl 2018

Úranus 10081 besta nautið í árgangi 2010

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nautið Úranus 10081 frá Nautastöð Bændasamtaka Íslands var valið besta nautið í árgangi 2010 á fagþingi nautgripa­ræktarinnar.

Guðný Helga Björnsdóttir, for­maður fagráðs í nautgriparækt, afhenti Agli Gunnarssyni og Hafþóri Finnbogasyni viðurkenningu af því tilefni.

Guðmundur Jóhannes­son, ábyrgðar­maður í nautgriparækt hjá RML, fór nokkrum orðum um Úranus fyrir afhendingu verðlaunanna þar sem kom meðal annars fram að Úranus var fæddur 21. nóvember 2010 á Hvanneyri í Andakíl í Borgarfirði undan Síríus 02032 frá Leirulækjarseli og Urði 1229. Ræktendur Úranusar er Hvanneyrarbúið ehf., þá Grímshagi ehf.

Í umsögn um dætur Úranusar kemur fram að þær eru gríðarlega mjólkurlagnar en fituhlutfall í mjólk er undir meðallagi en próteinhlutfall liggur nærri því. Þetta eru stórar kýr, háfættar, boldjúpar með miklar útlögur en aðeins veika yfirlínu. Malirnar eru breiðar, eilítið hallandi og nokkuð flatar. Fótstaða er góð, bein, rétt og sterkleg. Júgurgerðin er öflug, mikil júgurfesta, áberandi júgurband og júgrin ákaflega vel borin. Spenar eru vel gerðir, hæfilega grannir og stuttir en örlítið gleitt settir. Mjaltir eru frábærar og mjög lítið er um galla í mjöltum. Skap þessara kúa er mjög gott. 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...