Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Undanþágur veittar til að nota bannað skordýraeitur
Fréttir 28. mars 2017

Undanþágur veittar til að nota bannað skordýraeitur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsverð gagnrýni hefur dunið á þeirri stofnun Evrópusambandsins sem fjallar um notkun á skordýraeitri og ekki síst skordýraeitri sem sannað þykkir að sé skaðlegt býflugum.

Komið hefur í ljós að stofnunin hefur veitt fjölda undanþága á notkun eiturefnanna í það sem er kallað neyðartilfelli. Alvarlegasta gagnrýnin snýr að undanþágum á notkun efna sem eru bönnuð og hættuleg býflugum.

Fækkun býflugna í heiminum er gríðarlegt áhyggjuefni. Býflugur sjá um frjóvgum stórs hluta blómstrandi plantna í heiminum og þar af leiðandi ómissandi þegar kemur að aldinrækt aldinframleiðslu og hunangsframleiðslu.

Undanþágur til framleiðenda

Við greiningu undanþága kom í ljós að rétttæpur helmigur undanþágubeiðnanna kom frá og var veitt til framleiðenda skordýraeiturs en ekki bænda. Auk þess sem í stór hluti beiðnanna um undanþágur til að nota efnin virðist byggja á ofmati á þeim skaða sem skordýrin sem nota á efnið á valda.

Efnin sem um ræðir kallast neonicotinoid og eru að efnabyggingu svipuð nikótíni. Efnin þykkja standa eldra skordýraeitri framar að því leiti að þau eru sögð skaðminni fyrir fugla og spendýr. Þrátt fyrir það eru efnin mikið gagnrýnd og þau meðal annars talin hafa valdið hruni býflugnastofna í heiminum. Efnunum eru einnig sögð hafa óbein áhrif á fækkun fugla með því að drepa skordýr.

Einnig hefur verið sett fram sú tilgáta að aukning á hormónatengdum krabbameinum sé afleiðing af aukinni neyslu fólks á mengandi efnum í fæðu ekki síst skordýraeiturs.
Flestar undanþágubeiðnir frá Rúmeníu

Flestar beiðnir um undanþágu til að nota efnin hafa til þessa komið frá Rúmeníu, Finnlandi og Eistlandi og þrjár frá Bretlandseyjum.

Reyna að hnekkja banni

Árið 2013 var notkun þriggja neonicotinoid-efna bönnuð af Evrópusambandinu. Umrædd gagnrýni er á undanþágur til að nota þau efni.

Stórfyrirtæki á svið erfðatækin og framleiðslu skordýraeiturs, Syngenta og Bayer, sem nýlega festi kaup á Monsanto, reka um þessar mundur mál fyrir Evrópudómstólnum til að fá banni við notkun neonicotinoid-efna hnekkt.

Á sama tíma vilja gagnrýnendur á notkun efnanna víkka út bannið.

Fiðrildum fækka

Rannsóknir í Evrópu sýna einnig fiðrildum í álfunni hefur fækkað mikið síðustu tvo áratugi. Mest er fækkunin í borgum og sýna talningar að í sumum borgum hafi þeim fækkað um allt að 69%. Þar sem hnignun fiðrilda í sveitum er mest teljast 45% færri fiðrildi í dag en fyrir tuttugu árum.

Ekki drepa býflugur

Hér á Íslandi er fólk mishrætt við býflugur. Mörgum stendur á sama eða finnst þær fróðleg og falleg dýr. Aðrir hræðast býflugur einlægt og vilja helst drepa þær. Þeim sem þannig er farið fyrir er bent á býflugur eru sársaklausar skepnur og gera gríðarlegt gagn og ástæðan fyrir því að við fáum ávexti, ber og hunang. Alls ekki drepa þær.

Skylt efni: býflugur | eiturefni

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...