Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Árið er rétt byrjað en þegar eru 24 nýjar New Holland vélar á leið til landsins.
Árið er rétt byrjað en þegar eru 24 nýjar New Holland vélar á leið til landsins.
Fréttir 16. febrúar 2017

Umtalsverð aukning var í sölu nýrra dráttarvéla á Íslandi á síðasta ári

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sala nýrra dráttarvéla á Íslandi tók talsvert við sér á síðasta ári og er óðum að nálgast það sem sumir telja eðlilegt með tilliti til endurnýjunar. Miðað við þetta virðist bjartsýni bænda á framtíðina hafa aukist mjög mikið. 
 
Þótt salan þyki vera ágæt á dráttarvélum um þessar mundir er þó ekki verið að tala um neinar þúsundir véla. Eigi að síður jókst salan úr 121 vél á árinu 2015 í 154 nýjar dráttarvélar. Oft er talað um að 200 til 250 dráttarvélar geti talist eðlilegur fjöldi á ári til að fullnægja endurnýjunarþörf. Þegar mesti hasarinn var fyrir efnahagshrunið mikla var verið að flytja hér inn allt að 350 nýjar vélar. 
 
Í þessum samanburði er einungis verið að tala um nýjar dráttarvélar samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu sem bændur kannast við, en ekki liðléttinga og önnur tæki sem líka var selt mikið af í fyrra. Ef það væri allt inni í dæminu væri markaðshlutfallið væntanlega talsvert annað. Erfitt getur þó verið að flokka í sundur samkvæmt opinberum gögnum hvort um raunverulegar dráttarvélar er að ræða eða ekki og meira að segja dæmi um að flutt hafi verið inn fjórhjól á liðnum árum sem skilgreind hafa verið sem dráttarvélar. Þá er hér heldur ekki tekið tillit til innfluttra notaðra dráttarvéla sem alltaf er talsvert um á markaðnum. 
 
 
Valtra frá Jötni vélum söluhæst 
 
Jötunn vélar tróna á toppnum með 39,6% markaðshlutdeild samkvæmt opinberum gögnum. Hjá þeim er það dráttarvélategundin Valtra sem heldur uppi merkinu og var jafnframt söluhæsta dráttarvélategundin í nýjum innfluttum vélum á síðasta ári. Voru fluttar inn 39 slíkar vélar á síðasta ári á móti 27 árið áður, en þá var Valtra líka söluhæsta vélin. Massey Ferguson var svo næst söluhæsta dráttarvélamerkið með 22 vélar. 
 
Kraftvélar á mikilli siglingu
 
Fyrirtækið Kraftvélar virðist vera komið með verulegan byr í seglin og hefur aukið markaðshlutdeild sína úr 9,9% í 19,5% á milli ára. Þar er það New Holland sem heldur uppi merkinu með 20 vélar seldar á síðasta ári á móti 9 vélum á árinu 2015. Þegar munu 24 nýjar New Holland vélar vera á leið til landsins og árið rétt byrjað.  Þá eru Kraftvélar einnig með Case IH dráttarvélar sem tóku mikið stökk í sölu, eða úr þremur vélum 2015 í 10 vélar á síðasta ári. 
 
Vélfang í góðum málum með CLAAS og Fendt
 
Þriðja öflugasta innflutningsfyrirtækið í sölu nýrra dráttarvéla á síðasta ári og með 15,8% markaðshlutdeild var Vélfang. Þar eru það vélar af gerðinni CLAAS sem halda uppi sölunni með 18 seldum vélum. Af gæðingnum Fendt seldust svo 6 vélar á síðasta ári. 
 
Deutz Fahr frá Þór nýtur vaxandi vinsælda 
 
Hið gamalgróna fyrirtæki Þór kemur svo í fjórða sæti með 14,2% markaðshlutdeild. Þar er það hið fornfræga þýska gæðamerki Deutz Fahr sem gerir það best með 16 seldar vélar á móti 11 vélum árið áður. Síðan kemur Kubota frá Japan með 6 vélar. 
 
Hið rótgróna merki John Deere að ná góðri fótfestu á ný
 
Þá koma VB landbúnaðarvélar í fimmta sæti með 3,8% markaðshlutdeild í sölu nýrra dráttarvéla samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu. Þar er það John Deere sem stendur upp úr með 4 seldar vélar.
Þessi tegund virðist vera að vaxa í vinsældum á ný, en John Deere var mjög vinsælt merki, ekki síst með sínar traktorsgröfur fyrir verktakageirann hér á árum áður. Þá eru VB landbúnaðarvélar einnig að selja hina vel þekktu tegund Zetor, sem margir halda tryggð við. Af þeim seldust 2 vélar á síðasta ári, en 10 árið á undan. 
 
Hörð samkeppni í sölu einfaldari dráttarvéla
 
Ursus dráttarvélarnar, sem Stjörnublikk hefur verið að flytja inn frá Póllandi, virðast ekki hafa fangað hug kaupenda á síðasta ári eftir ágæta innkomu árið 2015 með 6 vélar. Eins og Zetorinn hefur Ursus vakið hrifningu margra fyrir minna tækniprjál en þekkist í dýrari vélum. Þar fengu þessar tegundir þó hressilega samkeppni á síðasta ári þegar innflutningur hófst á einföldum og ódýrum Solis dráttarvélum frá Indlandi.
Af Solis seldust 8 vélar, af ýmsum stærðum, en þessi tegund hefur verið að hasla sér völl í Evrópu, einkum sökum lágs verðs og einfaldleika. 
 

7 myndir:

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...