Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tyson ætlar að rækta kannabis
Fréttir 18. janúar 2018

Tyson ætlar að rækta kannabis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mike Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í boxi, hefur ákveðið að söðla rækilega um og hefur nú uppi áform um að hefja stórfellda kannabisrækt á búgarði Kaliforníuríki.

Áform Tyson eru stórtæk og er markmið hans að rækta eigið kannabisyrki, TYSON OG sem mun vera blendingur yrkjanna Mike Tyson og OG Kush,  á rúmlega sextán hekturum. Tyson og samstarfsmenn hans segja ræktunina mögulega þar sem búið er að lögleiða kannabis í Kaliforníu.

Í yfirlýsingu vegna ráðahagsins segir að Tyson hafi lengi verið stuðningsmaður þess að lögleiða kannabis í lækningaskyni og til einkanota og að hann vonist til að búgarðurinn verði til að auka skilning manna á gagnsemi plöntunnar.

Helmingur búgarðsins verður lagður undir kannabisrækt og munu garðyrkjumenn með sérþekkingu í þeim fræðum sjá um ræktunina. 

Hugmyndin er einnig að á búgarðinum verði aðstaða fyrir gesti til að skoða og fræðast um framleiðsluna og gista, beri svo við. Fyrsta skóflustungan að húsakynnunum voru tekin fyrir skömmu.

Skylt efni: Mike Tyson | kannabis

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...