Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Útskriftarnemar af garðyrkjubrautum við Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Hveragerði ásamt kennurum. Mynd / Auður Ósk Sigurþórsdóttir.
Útskriftarnemar af garðyrkjubrautum við Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Hveragerði ásamt kennurum. Mynd / Auður Ósk Sigurþórsdóttir.
Fréttir 14. júní 2018

Tuttugu og einn útskrifaðist af garðyrkjubrautum LbhÍ

Brautskráning nemenda af garðyrkjubrautum við Land­búnaðarháskóla Íslands fór fram í Hveragerðiskirkju 26. maí sl. Alls var 21 nemandi brautskráður. 
 
Sjö luku bóklegum hluta í garðyrkjuframleiðslu en námið er þannig upp sett að nemandi klárar tvö ár bókleg á Reykjum í Ölfusi og tekur svo verklegt nám innan greinarinnar. 
 
Fjórtán í skrúðgarðyrkju
 
Níu nemendur luku bóklegu námi í skrúðgarðyrkju og fimm útskrifuðust sem skrúðgarð­yrkjufræðingar en það nám er löggild iðngrein. 
 
Í garðyrkjuframleiðslu hlutu þrír nemendur viðurkenningu. 
 
Þröstur Þórsson hlaut viður­kenningu fyrir hæstu einkunn á garð- og skógarplöntulínu með 9,61. 
Íris Grétarsdóttir hlaut viður­kenningu fyrir hæstu einkunn af línu lífrænnar ræktunar matjurta með einkunnina 9,59. 
 
Í ylræktun var Ingvari Þorsteinssyni færð viðurkenning fyrir bestan árangur með einkunnina 9,20.
Jóhann Böðvar Skúlason fékk viðurkenningu fyrir hæstu meðaleinkunn útskrifaðra nema úr bóklegu og verklegu námi á skrúðgarðyrkjubraut en meðaleinkunn hans var 8,6. 
 
Helle Laks fékk viðurkenningu fyrir hæstu einkunn úr bóklegu skrúðgarðyrkjunámi eða 9,75. Hún var einnig dúx skólans að þessu sinni.
 
Sæmundur Sveinsson, rektor LbhÍ, og Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar og staðar­haldari á Reykjum, fluttu ávörp og óskuðu nemendum til hamingju með daginn. 
 
Við athöfnina söng Einar Clausen tvö lög við undirleik Jóns Kristófers Arnarsonar. 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...