Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Byrjað var að leggja hitaveitulagnir í Kjósinni 2016 og voru rör fyrir ljósleiðara lögð samhliða.
Byrjað var að leggja hitaveitulagnir í Kjósinni 2016 og voru rör fyrir ljósleiðara lögð samhliða.
Fréttir 15. maí 2018

Tuðrusparksmót í Rússlandi tefur ljósleiðaravæðingu í Kjósarhreppi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Unnið hefur verið að ljósleiðara­væðingu Leiðarljóss ehf. í Kjósar­hreppi samfara umfangs­miklum hitaveitu­framkvæmdum í gegnum Kjósarveitur ehf. sem stofnaðar voru 2015. Hefur ljósleiðaravæðingin þó tafist m.a. vegna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi. 
 
Samhliða lagningu á hitaveitulögnum sem hófust vorið 2016 var áveðið að leggja rör í jörðu fyrir ljósleiðara. Það verkefni er á vegum Leiðarljóss ehf. sem stofnað var 2016 og er í eigu sveitarfélagsins. Er hugsunin að íbúar sveitarfélagins, fyrirtæki og gestir, geti notið  aðgangs að nútímatækni í fjarskiptum. Einnig  samskiptum í gegnum ljósleiðara ásamt aðgengi að sjónvarpsefni og þar með beinum útsendingum af knattspyrnuleikjum. 
 
Tuðruspark tefur ljósleiðaravæðingu
 
Guðmundur Davíðsson, bóndi í Miðdal, er oddviti Kjósarhrepps og formaður stjórnar Leiðarljóss ehf. Hann staðfestir að heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi í júní, hafi haft áhrif á ljósleiðaravæðingu í hreppnum.
 
„Við ætluðum að vera búnir að leggja ljósleiðarann fyrir heimsmeistaramótið, en það er öruggt að það næst ekki. Á síðastliðnu hausti var alheimsskortur á ljósleiðaraefni. Var það m.a. talið stafa af því að Rússar hafi keypt upp alla ljósleiðarastrengi vegna heimsmeistaramótsins. Því tafðist það að við fengjum strengina til okkar.“ 
 
Ljósleiðarinn kominn  
 
Í nýjasta fréttabréfi Kjósar­hrepps er greint frá því að ljósleiðarastrengirnir væru loks komnir í hús og hefja ætti blástur þeirra í rörin um leið og frost færi úr jörðu. Búist er við að það taki um mánuð að draga ljósleiðarann í rörin. 
 
Kjósarhreppur hefur þegar lagt til ljósleiðaraframkvæmdanna  um 85 milljónir króna en verkefnið hefur verið styrkt af ríkinu og nemur þegar fenginn styrkur um 28 milljónum króna. Sótt hefur verið um frekari styrki vegna verkefnisins og má gera ráð fyrir því að frekari styrkur af hálfu ríkis verði um 30 milljónir króna sem greiðist við verklok.
 
Beðið niðurstöðu í samningum við borgina
 
Samningar hafa staðið yfir við Reykjavíkurborg um tengingu ljósleiðarans við lagnakerfið á Kjalarnesi. Til að fá ljósið um strenginn í Kjósina þarf að leggja um 11 km streng frá Kiðafelli að Fólkvangi (Klébergi) á Kjalarnesi í gegnum lendur Reykjavíkurborgar og Reykvíkinga. Afstaða borgarinnar til málsins liggur enn ekki fyrir svo áfram ríkir nokkur óvissa um hvenær Kjósarbúar fái mögulega samband í gegnum ljósleiðara. Segist Guðmundur þó vonast til að það mál fari að klárast.   
 
Guðmundur segir að reiknað sé með að allir íbúar Kjósar­hrepps óski eftir að tengjast ljósleiðaranum. Um 100 umsóknir eru þegar komnar frá sumarhúsaeigendum og aðrar 100 umsóknir frá íbúum.  
 
Fjárfesting vegna ljósleiðarans hefur að mestu leyti þegar farið fram en eftir er að greiða fyrir hönnun, blástur og kostnaðinn við að ná í ljósið niður á Kjalarnes. Engar lántökur frá lánastofnunum hafa átt sér stað hjá sveitarfélaginu eða einkahlutafélaginu Leiðarljósi ehf. vegna ljósleiðaraframkvæmdanna. 
Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...