Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Trump vill refsitolla
Mynd / Sunday Express
Fréttir 16. ágúst 2018

Trump vill refsitolla

Höfundur: ehg / Bondebladet
Donald Trump, forseti Banda­ríkjanna, vill setja refsitolla á spænska ólífubændur vegna þess að þeir þiggja styrki frá Evrópusambandinu. Evrópusambandið bregst harðlega við þessum aðgerðum og segir ákvörðunina vera óásættanlega. 
 
Ameríska verslunarráðuneytið hefur samþykkt að setja á refsitolla á spænskar ólífur vegna þess að spænskir ólífubændur fá stuðning og selja ólífurnar á lægra verði en sanngjarnt er að mati bandarískra stjórnvalda. Refsitollurinn verður á bilinu 7–27 % og hefur spænski landbúnaðarráðherrann, Luis Planas, sagt fyrirætlanirnar mjög ósanngjarnar. Aðgerðirnar eru hluti af stefnu Trump í að auka útflutning á vörum frá Bandaríkjunum og á sama tíma minnka innflutning vara. 
 
Hin þverpólitíska alþjóðlega verslunarnefnd Bandaríkjanna (ITC) mun taka lokaákvörðun í málinu þann 24. júlí næstkomandi og ef það staðfestir að innflutningur frá Spáni skaði eða ógni framleiðslu í heimalandinu mun refsitollurinn verða settur á. Virði ólífuinnflutnings frá Spáni til Bandaríkjanna á síðasta ári voru rúmir 7 milljarðar íslenskra króna. Evrópusambandið segir aðgerðirnar ekki brjóta í bága við reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), en samt sem áður hefur Trump ekki leyfi til að leggja á aukarefsitolla út frá alþjóðlegum reglugerðum. Þegar Trump ásakar Evrópusambandið fyrir að styðja sína bændur verður hann að gera sér grein fyrir því að það er einnig gert í Bandaríkjunum og að amerískir bændur eru margir hverjir stórir útflytjendur. Fram til 24. júlí ríkir þó alger óvissa í málinu og geta spænskir bændur lítið aðhafst í málinu fram að þeim tíma. 
 
Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...