Fréttir 28. júní 2016

Tollkvóti fyrir blóm

Vilmundur Hansen

Þrjú tilboð bárust um innflutning á blómstrandi pottaplöntum, samtals 3.250 stykki, á meðalverðinu 113 krónur fyrir stykkið.

Hæsta boð var 135 krónur en lægsta boð var 95 krónur fyrir stykkið. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum um innflutning á 1.650 stykkjum á meðalverðinu 121 krónur fyrir stykkið.

Þrjú tilboð bárust um innflutning á blómstrandi pottaplöntum, samtals 3.960 stykki á meðalverðinu 116 krónur fyrir stykkið  Hæsta boð var 135 krónur en lægsta boð var 95 krónur fyrir stykkið. Tilboðum var tekið frá þremur fyrirtækjum um innflutning á 2.160 stykkjum. á meðalverðinu 125 krónur stykkið.

Tvö tilboð bárust um innflutning á tryggðablómum, samtals 6.900 stykki, á meðalverðinu 12 krónur stykkið.  Hæsta boð var 50 krónur en lægsta boð var 1 króna fyrir stykkið. Tilboði var tekið frá tveimur fyrirtækjum um innflutning á 6.500 stykkjum á meðalverðinu 13 krónur stykkið.

Þrjár umsóknir bárust um innflutning á afskornum blómum, samtals 115.000 stykki, og náðu þær  ekki tilteknum stykkjafjölda.