Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Borðeyri við Hrútafjörð.
Borðeyri við Hrútafjörð.
Fréttir 29. apríl 2019

Tíu mánaða bið eftir staðfestingu ráðherra

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Mennta- og menningarmála­ráðherra hefur enn ekki skrifað undir staðfestingu á því að hluti Borðeyrar verði verndarsvæði í byggð en tíu mánuðir eru liðnir frá því sveitarstjórn Húnaþings vestra óskaði eftir því.
 
Þann 19. maí 2018 samþykkti sveitarstjórn að hluti Borðeyrar verði verndarsvæði í byggð vegna menningarsögulegs gildis og ásýndar svo auðveldara verði að vernda sérkenni byggðakjarnans í komandi skipulagsvinnu. Þann 30. maí óskaði sveitarfélagið eftir staðfestingu mennta- og menningarmálaráðherra, eins og kveðið er á um í lögum að þurfi að gera.
 
Í millitíðinni hefur Minjastofnun sent inn sína umsögn og mælir stofnunin með staðfestingu. Töfin hefur hamlað skipulagsvinnu á Borðeyri og uppbyggingu ferðaþjónustu í Hrútafirði, að því er fram kemur í fundargerð byggðarráðs Húnaþings vestra.
 
Byggðarráð Húnaþings vestra harmar þessi vinnubrögð og hvetur ráðherra til að klára málið sem fyrst. Þetta kemur fram á fréttavefnum huni.is.

Skylt efni: Borðeyri

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...