Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tillaga að 140 milljón lítra greiðslumarki mjólkur 2015
Fréttir 22. september 2014

Tillaga að 140 milljón lítra greiðslumarki mjólkur 2015

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði leggja til Framkvæmdanefnd búvörusamninga og landbúnaðarráðherra að greiðslumark mjólkur á næsta ári verði 140 milljónir lítra. Þetta er 12% aukning frá yfirstandandi ári og endurspeglar mikla söluaukningu mjólkurafurða og þörf fyrir auknar birgðir til að mæta sveiflum í framleiðslu og sölu. Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda.

Undanfarin misseri hefur orðið mikil söluaukning, einkum í fitumeiri vörum á borð við smjör, rjóma, osta og nýmjólk.  Samtök afurðastöðva telja að þetta endurspegli gæði framleiðslunnar, hóflegt verð og trú neytenda á hollustu íslenskra mjólkurafurða. Bændur hafa brugðist við söluaukningu með því að fjölga kúm og leggja áherslu á aukna nyt.

Samhliða þessari aukningu á greiðslumarkinu mun Landssamband kúabænda leggja til breytingar á innbyrðis skiptingu beingreiðslna þannig að:


•Hlutdeild A-hluta verði 40% (var 47,67%).
•Hlutdeild B-hluta verði 35% (var 35,45%).
•Hlutdeild C-hluta verði 25% (var 16,88%). ◦Skipting C-greiðslna milli mánaða verði 15% pr. mánuð júní-nóvember og 10% í desember.


Jafnframt verði framleiðsluskylda vegna A-hluta beingreiðslna verði 100% árið 2015, en hún er 95% í ár. Þessar breytingar eru í fullu samræmi við tillögu aðalfundar LK 2014 um þessi málefni.

Þá skal tekið fram að aukning á greiðslumarki mjólkur hefur ekki áhrif á upphæð opinbers stuðnings við mjólkurframleiðsluna./
 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...