Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þúsundir Íslendinga með eignir í skattaskjólum
Fréttir 28. nóvember 2014

Þúsundir Íslendinga með eignir í skattaskjólum

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Þegar við höfum rætt þetta við kollega okkar erlendis eru menn almennt hissa á því hvað stór hluti þjóðarinnar virðist hafa átt eignir í skattaskjólum,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.

Í Viðskiptablaðinu er haft eftir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóra að þekkt sé að Íslendingar eigi eignir í erlendum skattaskjólum þótt erfitt sé að festa reiður á það hversu stór sú eign er eða hversu margir Íslendingar hafa lagt fé sitt í skattaskjól.

„Jafnvel aðilar sem hafa ekki haft neina gífurlega fjármuni stóðu í þessu, en þetta fór fyrst og fremst í gegnum útibú bankanna í Lúxemborg. Það var viss hjarðhegðun með þetta og einhverjir hafa borið því við að fólki hafi verið ráðlagt að koma eignum fyrir í skattaskjólum af sínum bönkum. Einn af þeim sem hafa boðið okkur upplýsingar um eignastöðu Íslendinga í skattaskjólum til kaups er með gögn um einhverjar þúsundir félaga og hefur tilkynnt okkur það að Ísland sé þar í þriðja sæti yfir fjölda aðila.“

Af þessu má ætla að íslenskir bankar hafi hreinlega ráðlagt og hjálpað fólki að stinga peningum undan og svíkja íslenska ríkið um skatttekjur.

Eins og flestir vita er í skoðun að skattrannsóknarstjóri kaup upplýsingar erlendis frá um eignir Íslendinga í skattaskjólum eins og margar þjóðir hafa gert og innheimt háar upphæðir í skatttekjur í kjölfarið.

Væntanlega má búast við ákvörðun um kaupin verði tekin fljótlega og að hún verði jákvæð.
 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...