Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þunglyndislyf og atferli fiska
Fréttir 12. mars 2019

Þunglyndislyf og atferli fiska

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlega var birt grein sem ber heitið „Behavioural alterations induced by the anxiolytic pollutant oxazepam are reversible after depuration in a freshwater fish“ í tímaritinu Science of the Total Environment, þar sem Magnús Thorlacius, sérfræðingur á botnsjávarlífríkissviði Haf­rannsóknastofnunar, er einn höfunda.

Á vef Hafrannsóknastofnunar segir að mengandi efni frá lyfjaiðnaði hafi fundist í náttúrunni víðs vegar á jörðinni en rannsóknir hafa nýverið leitt í ljós margs konar neikvæð áhrif á heilsu villtra dýra.

Þar á meðal eru efni á borð við benzodiazepam, sem er virka efnið í þunglyndislyfinu oxazepam, og getur borist út í umhverfið með þvagi neytenda. Slík lyf verða sífellt útbreiddari, en í vatnakerfum þéttbýlla svæða getur styrkleiki þeirra náð slíkum hæðum að atferli fiska gjörbreytist. Hingað til hefur hins vegar lítið verið skoðað hvort áhrifin séu afturkræf. Í greininni var sýnt fram á að þunglyndislyfið oxazepam, í styrkleika sem er að finna í ánni Fyrisån í sænsku borginni Uppsölum, breytir atferli vatnaflekks (Lota lota), en að áhrifin ganga til baka eftir fáeina daga í hreinu vatni.

Fiskarnir urðu minna varir um sig og meira aktívir á meðan lyfjanna var vart og þar af leiðandi auðveldari bráð fyrir ránfiska og fugla. Mikil áhersla hefur víða verið lögð á að rannsaka áhrif lyfja sem þessara á vatnalífverur, sem hefur sýnt sig að eru misnæmar fyrir lyfjunum, en lítið verið skoðað hvort áhrifin séu afturkræf. Hér er sýnt fram á að til er allavega ein tegund sem verður ekki fyrir varanlegum áhrifum af þunglyndislyfinu oxazepam.

Tilraun þessi átti sér stað í Svíþjóð þar sem áhrif mengunar frá lyfjaiðnaði hefur verið rannsökuð í tæpan áratug í kjölfar þess að hár styrkleiki þunglyndislyfja mældist í ám og vötnum í og við þéttbýli.

Hvort áhrif sem þessi eigi sér stað á Íslandi er ekki vitað en þau hafa lítið verið rannsökuð. Þéttleiki byggðar hér á landi er augljóslega lægri en í erlendum stórborgum en notkun þunglyndislyfja á Íslandi er á móti mjög algeng.

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...