Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þarfasti þjónninn notaður til plöntuflutninga
Fréttir 16. júlí 2015

Þarfasti þjónninn notaður til plöntuflutninga

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Brynjar Skúlason, skógfræðingur notar athyglisverða aðferð til að flytja plöntur upp í fjall í Eyjafirði. Þar beitir hann gamalreyndu „flutningatæki“ sem nýtir einungis gras og vatn sem orkugjafa.

„Hesturinn heitir Skuggi og við eigum heima á bænum Hólsgerði í Eyjafirði og ræktum þar skóg á um 190 ha svæði sem er allt frekar bratt og skorið með mörgum lækjargiljum. Þarfasti þjónninn kemur því vel að notum hér í sveitinni og er algjörlega nauðsynlegur til að flytja plöntur upp í fjall þar sem erfitt er að koma við öðrum flutningstækjum,“ segir Brynjar Skúlason skógfræðingur.

Brynjar tekur þó skýrt fram að þetta sé ekki neitt frumkvöðlastarf hjá sér því þessari aðferð hafi verið beitt á einhverjum bæjum á Fljótsdalshéraði.  „Tækin eru fengin að láni hjá Héraðsskógum, tekur alls tuttugu og fjóra 67 gata bakka, en ég lét 14 duga í hverri ferð upp í fjall sem er sama og kemst á pallinn á 6-hjólinu. Engar bilanir, bensín og vesen, bara þramma af stað og plönturnar settar nákvæmlega þar sem á að gróðursetja þær,“ segir Brynjar.

Hann segir að Haraldur Bjarnason á Eyvindará hafi átt hugmyndina að verkfærinu og ræddi hana við starfsmenn Héraðsskóga fyrir mörgum árum.  Jóhann Þórhallsson og Sigrún Ólafsdóttir (söðlasmiður) í Brekkugerði útbjuggu klakkinn og Sveinn Óðinn Ingimarsson sauð grindurnar sem festar eru á klakkinn og eru með festingum fyrir plöntubakkana.

Skylt efni: Hestar | Skógrækt

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...