Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda.
Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda.
Fréttir 20. júlí 2018

Þarf að hafa hraðar hendur

Höfundur: MÞÞ

„Ef bregðast á við fyrir haustið þarf að hafa hraðar hendur,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda. Starfshópur um endurskoðun búvörusamninga skilaði tillögum til ráðherra í byrjun júlí og fundur verður í dag með ráðherra.

„Þá kemur betur í ljós hvaða áherslur hann leggur inn í endurskoðunina.“ Hún á von á að starfið í endurskoðunarnefndinni verði gott, „almenn bjartsýni er alltaf gott veganesti“.

Áherslur LS eru skýrar, þær snúast í meginatriðum um að létta þrýstingi á framleiðslu og markaði, lykilatriðið sé að jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar náist sem fyrst. Mikilvægt sé að farið sé í hagræðingaraðgerðir í afurðageiranum, bæði gagnvart stöðu sauðfjárræktar og eins vegna harðnandi samkeppni við innflutning á kjötmarkaði. Samhliða þurfi að horfa til þess að styrkja atvinnumöguleika í dreifbýli, sauðfjárbændur hafi í þeim efnum horft til verkefna á sviði kolefnisbindingar.

Gengur ekki til lengdar að framleiða undir kostnaðarverði

Oddný segir greinina þurfa sinn tíma til að ná vopnum sínum og hún sé fráleitt komin upp úr öldudalnum. „Ef við gyrðum í brók og látum verkin tala hef ég trú á að við náum viðspyrnu nokkuð fljótt en það þýðir ekki að sitja og bíða eftir kraftaverkum, það er einfaldlega líklegt til að enda illa,“ segir hún. Stjórnvöld þurfi að taka þátt og brýn nauðsyn sé á að taka skynsamlegar ákvarðanir innan afurðageirans. „Ég lít svo á að sú siðferðilega skylda og samfélagslega ábyrgð hvíli nú á afurðastöðvum, og stjórnendum þeirra, að skila þeirri framlegð sem mögulegt er til bænda. Það liggur fyrir að bændur framleiða undir kostnaðarverði og það gengur ekki til lengdar, það sér hver maður.  Þessi staða varðar fólk, í sumum tilfellum eru heimili og jafnvel samfélög undir.“

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...