Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir ánægðar á markaðnum í mars.
Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir ánægðar á markaðnum í mars.
Mynd / Hkr.
Fréttir 19. ágúst 2014

Sýningarsvæðið stækkað fyrir sumarmarkað Búrsins

Höfundur: /smh

Ljúfmetisverslunin Búrið býður til sumarmarkaðar helgina 30. og 31. ágúst næstkomandi í Hörpu. Opið verður báða dagana frá 11-17. Matarmarkaðir Búrsins hafa notið gríðarlegra vinsælda á undanförnum misserum og er skemmst að minnast vetrarmarkaðarins í mars síðastliðnum þegar aðsóknarmet var slegið í Hörpu.

„Við gerðum samning við Hörpu um að við myndum halda þrjá markaði á þessu ári. Við héldum einn í mars, svo er það þessi í lok ágúst og sá síðasti verður í nóvember. Við héldum jólamarkað í Hörpu í desember og það komu 16.000 manns á hann. Síðan var tvöföldun á fjöldanum sem kom í mars – en þá var að vísu haldið Búnaðarþing á sama tíma og svo var lokadagur Food and fun-hátíðarinnar í gangi á sama tíma,“ segir Eirný Sigurðardóttir, eigandi Búrsins.

Eirný segir að í það hafi komið á daginn að svæðið sem notað var undir markaðinn í mars hafi verið of lítið fyrir allan þennan mannfjölda. „Fólk verður að geta komist vandræðalaust á milli framleiðenda og því ætlum við núna að stækka svæðið til muna; þannig að nú nái það í raun meira og minna alla leið að inngangi Hörpu – og myndi þannig samfellt svæði með útisvæðinu.“

Eirný hvetur bændur – og aðra matvælaframleiðendur og matarhandverksfólk sem áhuga hafa á að taka þátt – til að setja sig í samband við sig. Símanúmerið í Búrinu er 551 8400 og tölvupóstfangið burid@burid.is.

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...