Haraldur Benediktsson.
Fréttir 13. apríl 2018

Sviðsmyndagreining og fundir með bændum

Vilmundur Hansen

Haraldur Benediktsson, alþingis­maður og formaður endur­skoðunar­hóps búvöru­samninga, segir að hópurinn muni hefja störf fljótlega.

„Meðal þess sem hópurinn mun skoða eru möguleikar íslensks landbúnaðar og hvað kostnaður er honum samfylgjandi. Hópurinn mun einnig skoða nokkrar sviðsmyndir sem koma til greina í landbúnaði og hvaða áhrif þeirra gætu orðið.“

Haraldur segir að hópurinn muni kalla til fjölda manns með ólíkan bakgrunn og heyra þeirra skoðanir á framtíð landbúnaðarins. „Snemma í júní stendur hópurinn fyrir sex fundum á landsbyggðinni þar sem bændur verða kallaðir til skrafs um framtíð landbúnaðar á Íslandi.

Ef áætlanir ganga eftir mun nefndin síðan skila sínum tillögum í október næstkomandi,“ segir Haraldur.