Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sveitasælan um helgina
Fréttir 17. ágúst 2018

Sveitasælan um helgina

Sveitasæla 2018, landbúnaðarsýning og bændahátíð, verður haldin næstkomandi laugardag, 18.ágúst, í reiðhöllinni Svaðastöðum Sauðárkróki frá kl. 10:00 – 17:00.

Dagskrá Sveitasælu að þessu sinni er mjög metnaðarfull og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Í boði verða meðal annars Leikhópurinn Lotta, Gunni og Felix, Hvolpasveitin, heitjárningar, smalahundasýning og kálfasýning, hrútadómar/hrútaþukl, véla- og fyrirtækjasýning ásamt fjölda annarra viðburða. Einnig verður Fákaflug – gæðingamót liður í Sveitasælunni og fer fram alla helgina. Kiwanisklúbburinn Freyja verður með veitingasölu á svæðinu og rennur allur ágóðinn til góðra málefna í héraðinu.

Bændamarkaðurinn Beint frá býli sem haldinn hefur verið á Hofsósi í sumar verður einnig á Sveitasælu og munu bændur og handverksfólk í héraði selja þar vöru sína.

Sýningin verður sett klukkan 11:30 og er það Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem það gerir. Einnig flytur Jóhannes H. Ríkharðsson, formaður landbúnaðarnefndar Skagafjarðar, ávarp og flutt verða tónlistaratriði.

Á sunnudag verða svo opin bú á nokkrum bæjum í Skagafirði.

Aðgangur að sýningunni er ókeypis.

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...