Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Svartrottum fjölgar
Fréttir 23. febrúar 2016

Svartrottum fjölgar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Svo virðist sem svartrottur kunni best við sig í skóglitlu landslagi og þeim fjölgar hratt á svæðum þar sem skógar eru felldir.

Svartrottur, Ratus ratus, hafa farið sigurför um heiminn síðastliðin fjögur hundruð ár eða svo. Undanfarin ár hafa þessar rottur fundið sér nýtt kjörsvæði en það eru lendur regnskóga sem hafa verið felldir undanfarna áratugi. Rannsóknir á hegðun svartrottna sýnir að þær forðast vel gróna skóga.

Talning á svartrottum á eyjunni Borneó sýnir að þar hefur þeim fjölgað um mörg hundruð prósent samhliða aukinni skógareyðingu og á aukningin sér að mestu stað á landsvæðum þar sem áður stóðu skógar.

Ástæðan fyrir fjölgun rottnanna er meðal annars sögð að þær kunni vel við sig þar sem mikið af við þekur landið og verndar þær fyrir rándýrum. Líffræðingar á Borneó og víðar í hitabeltinu þar sem rottum fjölgar hratt segja rotturnar vera harðar í horn að taka og að víða munu innlend dýr verða undir í baráttunni um fæði og því fækka mikið. Auk þess sem svartrottur geta borið með sér sjúkdóma sem eru hættulegir mönnum. 

Skylt efni: Skógareyðing | svartrottur

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...