Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Súðavík við Álftafjörð.
Súðavík við Álftafjörð.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. nóvember 2016

Súðavíkurhreppur verður „heilsueflandi samfélag“

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Súðavíkurhreppur mun á nýju ári ýta úr vör nýju verkefni í samvinnu vð embætti landlæknis, en yfirskrift þess er „Heilsueflandi samfélag í Súðavík“.  Verkefnið hefur verið í gangi hér á landi frá árinu 2013 og verður Súðavíkurhreppur áttunda sveitarfélagið sem tekur þátt í því, hið fyrsta á Vestfjörðum.
 
Heilsueflandi samfélag miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu, en verkefninu er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu. 
 
Þrjár meginstoðir verkefnisins í Súðavíkurhreppi verða: efling líkamlegs atgervis, andlegs atgervis og síðan efling mataræðis. Undir formerkjum líkamlegs heilbrigðis ætlar sveitarfélagið að bjóða frítt í líkamsræktina í Súðavík fyrir íbúa hreppsins. Þá verður farið af stað með frístundakort fyrir börn og unglinga þar sem greitt verður 20 þúsund króna styrkur með tómstundum barna. Hvert skráð barn í Súðavíkurhreppi hefur rétt á styrknum. Einnig verður athugað með að efla skipulagða hreyfingu í starfi eldri borgara þrisvar í viku. 
 
Til að efla andlegt heilbrigði verður boðið upp á HAM námskeið fyrir íbúa Súðavíkurhrepps á nýju ári og til að bæta mataræði mun matseðill Jóns Indíafara taka mið af heilsueflandi átaki samfélagsins.
Sveitarfélagið styrkir Geisla, ungmennafélagið á staðnum, til framkvæmda á nýju ári, en félagið mun búa til nýja aðstöðu fyrir börn og unglinga. 

Skylt efni: Súðavík

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...