Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vel fór á með stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda og fulltrúum Landgræðslunnar á sameiginlegum fundi í Gunnarsholti 19. janúar síðastliðinn.
Vel fór á með stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda og fulltrúum Landgræðslunnar á sameiginlegum fundi í Gunnarsholti 19. janúar síðastliðinn.
Mynd / Áskell Þórisson
Fréttir 3. febrúar 2016

Stríðsöxum sópað undir græna torfu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fyrir nokkru bauð Landgræðslan stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda að koma í kynnisferð til höfuðstöðva stofnunarinnar í Gunnarsholti og halda þar stjórnarfund. Stjórn LS þáði boðið og kom í Gunnarsholt þriðjudaginn 19. janúar. 
 
Er þetta reyndar ekki í fyrsta sinn sem sauðfjárbændur halda stjórnarfund í Gunnarsholti. Fundurinn nú þykir samt marka nokkur tímamót í ljósi harðra skoðanaskipta sem átt hafa sér stað í fjölmiðlum á milli Landgræðslumanna og sauðfjárbænda á liðnum misserum, m.a. á síðum Bændablaðsins. 
 
Hefur þar oft verið hátt reitt til höggs. Þar hefur Landgræðslan m.a. gagnrýnt harðlega afréttabeit á viðkvæmum svæðum, eins og í Almenningum. Að sama skapi hefur bændum þótt Landgræðslumenn oft á tíðum gera lítið úr þeirra hlut við uppgræðslu lands og rétti til landnýtingar í samræmi við beitarþol. Hafa þessi átök og óvægin umræða leitt til mikillar kergju á báða bóga sem menn virðast nú sammála um að hafi ekki verið neinum til gagns. 
 
Stríðsaxir undir græna torfu
 
Vel fór á með sauðfjárbændum og Landgræðslumönnum á fundinum í Gunnarsholti og virðist sem öllum stríðsöxum hafi þar verið sópað saman undir græna torfu. Var ákveðið að stofna samráðshóp til að vinna að framgangi samstarfsverkefna sauðfjárbænda og Landgræðslunnar. 
 
Farið yfir málin
 
Í upphafi heimsóknarinnar kynnti landgræðslustjóri starfsemi stofnunarinnar og sögu staðarins. Að lokinni kynningu var haldinn samráðsfundur þar sem farið var yfir ýmis málefni, s.s. síðustu breytingar á reglugerð um gæðastýringu í sauðfjárframleiðslu, beitarrannsóknir og vöktun á gróðurframvindu á beitarsvæðum. Þá var einnig rætt um viðmið sjálfbærrar landnýtingar og fleiri mál. 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...