Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Guðni Ágústsson kyssir Skrautu á Stóra-Ármóti.
Guðni Ágústsson kyssir Skrautu á Stóra-Ármóti.
Mynd / Sigurður Jónsson
Fréttir 29. mars 2016

Stórstirni skemmta kúabændum á 30 ára afmælisfundi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Á aðalfundi Landssambands kúabænda sem fram fer dagana 31. mars til 1. apríl verður efnt til veislu í tilefni af 30 ára afmæli samtakanna. Fer hófið fram á Hótel Sögu. Þar munu Guðni Ágústsson, rithöfundur og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, troða upp ásamt skemmtikraftinum Ara Eldjárn.
 
Örugglega verður fróðlegt að fylgjast með þeirri uppákomu, en þar hefur Guðni ótvírætt forskot  á Ara þótt báðir séu góðir skemmtikraftar. Guðni er nefnilega með reynslu sem ráðherra og er líka hokinn af reynslu úr Brúnastaðafjósinu. Hann er líka eini ráðherrann í heimi svo vitað sé, jafnvel þótt víðar væri leitað, sem staðið hefur í kossaflensi við kýr. 
 
Á myndinni hér að ofan má einmitt sjá Guðna smella kossi á Skrautu á Stóra-Ármóti í ráðherratíð sinni. Þá voru miklar deilur um hvort skipta ætti út kúakyninu á Íslandi fyrir norskar kýr. Varði Guðni íslensku kýrnar af miklu harðfylgi. Á Alþingi reyndi Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrv. félagsmálaráðherra, að gera grín að Guðna fyrir kossaflensið og segir að það sé orðið frægt að hann hafi verið að kyssa Skjöldu. Guðni var snöggur upp á lagið og sagði að það væri mjög ólíkt með honum og  kvennaljómanum Guðmundi Árna, hann vissi allavega hvað dömurnar hétu sem hann væri að kyssa í hvert sinn. Kýrin héti alls ekki Skjalda heldur Skrauta. 
 
Hvort viðureign Guðna og Ara Eldjárn við skemmtanahald í hófi kúabænda kemst í heimsfréttirnar skal ósagt látið. Hitt er víst að það verður erfitt hjá Guðna að toppa kossinn fræga. Þar gæti Ari átt tromp uppi í erminni. 

2 myndir:

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...