Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Goðafoss.
Goðafoss.
Mynd / HKr.
Fréttir 7. apríl 2017

Stóraukið álag á náttúruperlur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Álag á ferðamannastaði hefur aukist mjög samfara sprengingu í heimsóknum erlendra ferðamanna til Íslands og er ekkert lát á. 
 
Umhverfisstofnun hefur víðtækt verndunarhlutverk þegar kemur að náttúru Íslands og þá einkum er varðar friðlýst svæði. Á vefsíðu stofnunarinnar eru raktar nokkrar tölur um áætlaðan fjölda á ýmsa viðkomustaði hér á landi og álag af mannavöldum. 
 
Ferðamálastofa áætlar út frá svörum úr ferðavenjukönnun erlendra gesta að sumarið 2016 hafi fjöldi erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll verið 664.113 talsins. Í könnun Ferðamálastofu, svo eitt dæmi sé nefnt, sögðust 71,2% aðspurðra hafa heimsótt Suðurland.  Má því gróflega áætla að tæplega 473 þúsund þeirra erlendu ferðamanna sem til landsins komu hafi heimsótt landshlutann.
 
Með sömu aðferð heimsótti nálega annar hver erlendur ferðamaður Norðurland sumarið 2016, eða 333.400 gestir. Tæplega tvöfalt fleiri erlendir ferðamenn heimsóttu Reykjavík. Alls 95,6% allra erlendra ferðamanna höfðu viðdvöl í höfuðborginni sumarið 2016, alls um um 635.000 erlendir gestir.
 
Svo nokkrir vinsælir viðkomustaðir séu valdir af handahófi út frá tölum Ferðamálastofu má áætla að 23,4% erlendra gesta hafi sumarið 2016 sótt Bláa lónið, eða 155.400 manns.
 
Um 40% heimsóttu Ásbyrgi-Dettifoss, 62,6% erlendra gesta sóttu Geysi-Gullfoss heim sumarið 2016, eða hvorki fleiri né færri en 415.700 manns. Eru þá íslenskir gestir ónefndir. 
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...