Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðrún Hafsteinsdóttir, Þröstur Heiðar Erlingsson, Guðný Harðardóttir, Svava Hrönn Guðmundsdóttir og Þórhildur M. Jónsdóttir.
Guðrún Hafsteinsdóttir, Þröstur Heiðar Erlingsson, Guðný Harðardóttir, Svava Hrönn Guðmundsdóttir og Þórhildur M. Jónsdóttir.
Mynd / TB
Fréttir 5. nóvember 2019

Stofnfundur Samtaka smáframleiðenda matvæla

Höfundur: smh

Stofnfundur Samtaka smáframleiðenda matvæla var haldinn á Hótel Sögu í dag. Formaður samtakanna er Karen Jónsdóttir, eigandi Kaja organic, Matarbúr Kaju og Café Kaja á Akranesi.

Í stjórn með Karen eru þau Guðný Harðardóttir, frá Breiðdalsbita, Svava Hrönn Guðmundsdóttir, frá Sælkerasinnepi Svövu, Þórhildur M. Jónsdóttir, frá Kokkhúsi og Vörusmiðju BioPol og Þröstur Heiðar Erlingsson frá Birkihlíð Kjötvinnslu.

Í samþykktum samtakanna kemur fram að til að teljast smáframleiðandi verður viðkomandi að vera innan marka í tveimur af þremur eftirfarandi atriðum: heildareignir undir 100.000.000 króna, hrein velta undir 100.000.000 króna og meðalfjölda ársverka á fjárhagsárinu 10.

Stuðla að öflugra samstarfi

Markmið samtakanna er að stuðla að öflugra samstarfi og auknum samtakamætti smáframleiðenda matvæla um land allt. Einnig að stuðla að kraftmikilli nýsköpun  og fjölbreyttu úrvali hágæða matvæla, þar sem áhersla er á notkun innlendra hráefna, aukinn fjölbreytileika og verðmætasköpun, þróun nýrra og verðmætari vara og þjónustu úr vannýttum hráefnum, að draga úr kolefnisspori, auka sjálfbærni og fjölga atvinnutækifærum.

Tilgangur samtakanna er að vinna að hagsmunamálum smáframleiðenda á öllum sviðum, vera málsvari þeirra og stuðla að framförum í málefnum sem þá varða, þar með talið er varðar vöxt og aðgengi að mörkuðum, lágmörkun kolefnisspors og samfélagslegum áhrifum starfsemi þeirra. Koma sjónarmiðum og hagsmunamálum félagsmanna á framfæri, vinna að því að starfsumhverfi og löggjöf utan um smáframleiðendur gefi þeim færi á að blómstra, leiðbeina félagsmönnum varðandi ráðgjöf og stuðning, skipuleggja viðburði, kynna félagsmenn og það úrval sem í boði er.

Á fundinum voru félagsgjöld samþykkt; árgjald verður tíu þúsund krónur og aukaaðild fimm þúsund krónur, sem er fyrir þá aðila sem ekki þiggja þjónustu samtakanna en styðja tilgang og markmið þeirra.

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, stýrði fundi en full aðild að Samtökum smáframleiðenda matvæla felur í sér aðild að Samtökum iðnaðarins og í gegnum þau Samtökum atvinnulífsins.

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...