Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Stöðvuðu þurrkaðan krókódílshaus og andablóð
Fréttir 30. mars 2015

Stöðvuðu þurrkaðan krókódílshaus og andablóð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þurrkaður krókódílshaus, einn og hálfur lítri af andablóði og tugir hrárra eggja voru meðal þess sem íslenskir tollverðir stöðvuðu á landamærum á síðasta ári, 2014.  Andablóðið var sagt ætlað til súpugerðar. Innflutningur hrárra dýraafurða er bannaður sem kunnugt er.

Á heimasíðu segir að krókódílshausinn falli undir svokallaðan CITES samning um alþjóðaverslun með plöntur og dýr í útrýmingarhættu. Sá sem ferðaðist með hann framvísaði fölsuðu CITES vottorði frá Tælandi, þ.e.fölsuðu leyfi til útflutnings á hausnum.

Mark­mið CITES  samn­ings­ins er að vernda teg­und­ir dýra og plantna sem eru í út­rým­ing­ar­hættu með því að stjórna alþjóðleg­um viðskipt­um með þær. Alls eiga 178 lönd aðild að CITES samn­ingn­um Toll­stjóri bend­ir á að flutn­ing­ur dýra og plantna, sem flokkuð eru í út­rým­ing­ar­hættu, eða afurða þeirra milli landa er ekki leyfi­leg­ur nema að fengnu leyfi hjá Um­hverf­is­stofn­un.

Á þetta er bent, þar sem brögð eru að því að stöðva þurfi send­ing­ar í tollaf­greiðslu, sem inni­halda afurðir dýra sem eru á vál­ista eins og ofangreint dæmi ber með sér.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...