Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Stöðugt minna fé úr sjóðum ESB
Fréttir 21. júlí 2014

Stöðugt minna fé úr sjóðum ESB

Höfundur: Erna

Í aðildarsamningi Finnlands (Svíþjóðar og Austurríkis) að ESB er kveðið á um sérstakar heimildir til stuðnings við landbúnað norðan 62. breiddargráðu (142 grein) og við landbúnað í suður Finnlandi (141 grein).

Stuðningur samkvæmt 142. grein, oft nefndur norðlægur stuðningur, er tengdur við framleiðslu eða gripafjölda. Um 55,5% landbúnaðarlands í Finnlandi er á svæðum sem njóta réttar til stuðnings samkvæmt þessu ákvæði. Skilvirkni norðlægs stuðnings er endurmetin á fimm ára fresti. Árið 2007 gerði framkvæmdastjórn ESB úttekt á því hversu vel tekist hefði að ná markmiðum stuðningsins og hvort þær aðferðir sem beitt er væru enn gerlegar og réttlætanlegar. Á grunni niðurstaðna þessarar úttektar fóru fram viðræður milli framkvæmdastjórnarinnar og Finnlands um framtíð og þróun norðlægs stuðnings, á árinu 2008. Niðurstaðan var sú að hætta að tengja stuðning við svína- og alifuglakjötsframleiðslu við gripafjölda en enn eru greiðslur tengdar gripafjölda í nautakjötsframleiðslu.

Dregið úr stuðningi Suður-Finnlandi

Stuðningur við landbúnað í Suður Finnlandi hefur verið endurskoðaður og munu greiðslur sem byggjast á grein 141, samkvæmt samkomulagi við ESB dragast saman um 17,4 milljónir Evra á tímabilinu 2014-2020. Innanlands stuðningur, þ.e.a.s. stuðningur sem greiddur er úr sjóðum Finnska ríkisins samkvæmt sérstöku samkomulagi í aðildarsamningi (greinar 141, 142 ofl.), hefur dregist saman úr 552 milljónum Evra árið 2009 í 499 milljónir Evra árið 2014 (áætluð fjárhæð).

Hlutur finnska ríkisins vegna CAP eykst

Stuðningur samkvæmt sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB, CAP, er hins vegar nokkurn veginn óbreyttur eða ríflega 1.320 milljónir Evra á sama tímabili. Hlutdeild Finnlands í fjármögnun þess hluta á tímabilinu hefur hins vegar hækkað úr 555 milljónir Evra (42%) í 566 milljónir Evra (43%.) /EB

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...