Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stjórnvöld ætla að koma í veg fyrir dreifingu matvæla sem í greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur
Fréttir 29. maí 2019

Stjórnvöld ætla að koma í veg fyrir dreifingu matvæla sem í greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ísland ætlar að vera í farabroddi í aðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis.Þá ætla íslensk stjórnvöld, innan ramma alþjóðlegra skuldbindinga og á grundvelli lýðheilsusjónarmiða, að koma í veg fyrir dreifingu matvæla sem í greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur.

Þetta kom fram á blaðamannafundi sem ríkisstjórnin hélt við tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum í hádeginu í dag.

Ein helsta heilbrigðisógnin

Samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðismálastofnuninni, Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins og Matvælastofnun Evrópusambandsins er útbreiðsla sýklalyfjaónæmis ein helsta heilbrigðisógn sem steðjar að mönnum. Sýklalyfjaónæmi á Íslandi hefur þó verið umtalsvert minna vandamál en í nálægum löndum en mikilvægt þykir að stemma stigu við frekari útbreiðslu.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra undirrituðu yfirlýsingu 8. febrúar sl. um sameiginlegt átak til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi. Með þeirri undirritun var jafnframt mörkuð opinber stefna stjórnvalda í málaflokknum.

Sýklalyfjaónæmissjóður settur á fót

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, greindi frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt aðgerðir í málaflokknum að tillögu Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Aðgerðirnar voru unnar af stýrihópi beggja ráðherra þar sem áttu sæti m.a. sóttvarnalæknir og yfirdýralæknir.

Á meðal helstu tillagna er að:

• Mynda teymi fimm sérfræðinga þvert á stofnanir sem helgar sig vörnum gegn sýklalyfjaónæmi.

• Setja á fót „Sýklalyfjaónæmissjóð“. Hlutverk sjóðsins verði m.a. að greiða fyrir skimun og vöktun á sýklalyfjaónæmi í dýrum, matvælum, umhverfi og fóðri.

• Uppfæra gagnagrunninn Heilsu sem heldur utan um skráningar dýralækna á notkun sýklalyfja í búfé (í dag aðeins nautgripir og hross).

• Skipa tvo starfshópa sérfræðinga sem annars vegar útbúa viðbragðsáætlanir er fylgja ber þegar sýklalyfjaónæmar bakteríur greinast í dýrum, sláturafurðum og matvælum og hins vegar útbúa leiðbeiningar um skynsamlega notkun og val á sýklalyfjum fyrir dýr, þ.m.t. sníkjudýralyf.

• Tryggja samvinnu ráðuneyta að stefnumótun vegna aðgerða til að minnka áhættu á dreifingu sýklalyfjaónæmra baktería með ferðamönnum auk fjárveitingar til verkefnisins.

Fjármögnun tryggð

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra munu verja 45 millj. kr. til að koma þessum verkefnum af stað strax á þessu ári. Jafnframt ætlar ríkisstjórnin að tryggja framtíðarfjármögnun þessa verkefnis.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...