Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Stjörnugrís vinnur mál gegn ríkinu
Fréttir 2. febrúar 2017

Stjörnugrís vinnur mál gegn ríkinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hæstiréttur Íslands hefur útskurða að íslenska ríkinu beri að greiða Stjörnugrís hf. tæpar 40 milljónir króna auk vaxta. Stefnda ber einnig að greiða stefnanda 1,5 milljónir króna í málskostnað.

Í málinu krafðist Stjörnugrís hf. endurgreiðslu búnaðargjalds sem fyrirtækið greiddi á árunum 2010 til 2014, en fyrir lá að gjaldinu var ráðstafað til Svínaræktarfélags Íslands, Bjargráðasjóðs, Bændasamtaka Íslands og Búnaðarsambands Kjalarnesþings.

Í úrskurði Hæstaréttar segir að Stjörnugrís hf. reisi  kröfu sína á því að álagning og innheimta gjaldsins samkvæmt lögum nr. 84/1997 um búnaðargjald væri ólögmæt hvað hann varðaði, auk þess sem gjaldtakan stangaðist á við ákvæði stjórnarskrárinnar um félagafrelsi og skattlagningu og bryti í bága við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu.

Dómsorð
Samkvæmt dómsorði ber stefnda, íslenska ríkið, greiði stefnanda, Stjörnugrís hf., 38.974.412 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 3.073.734 krónum frá 30. desember 2010 til 1. desember 2011, af 8.949.513 krónum frá þeim degi til 1. janúar 2012, af 16.340.630 krónum frá þeim degi til 30. nóvember 2012, af 24.686.218 krónum frá þeim degi til 28. desember 2012, af 28.859.015 krónum frá þeim degi til 29. nóvember 2013, af 33.361.101 krónu frá þeim degi til 30. desember 2013, af 35.612.136 krónum frá þeim degi til 26. nóvember 2014 og af 38.974.412 krónum frá þeim degi til 18. desember 2014, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 38.974.412 krónum frá þeim degi til greiðsludags.

Sjá dóm Hæstaréttar.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...