Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Á sama tíma og íslenska hagkerfið er í mikilli uppsveiflu og Íslendingar kvarta undan því að vegakerfið sé að eyðileggjast, leggjast Normenn í vegaframkvæmdir sem aldrei fyrr, þrátt fyrir gríðarlegan samdrátt í olíutekjum.
Á sama tíma og íslenska hagkerfið er í mikilli uppsveiflu og Íslendingar kvarta undan því að vegakerfið sé að eyðileggjast, leggjast Normenn í vegaframkvæmdir sem aldrei fyrr, þrátt fyrir gríðarlegan samdrátt í olíutekjum.
Fréttir 3. apríl 2017

Stjarnfræðileg upphæð til samgöngumála á 12 árum

Höfundur: Dagbladet - ehg
Ríkisstjórn Ernu Solberg í Noregi kynnti á dögunum nýja samgönguáætlun og upplýsti að ákveðið hefur verið að verja þúsund milljörðum norskra króna, um 14 þúsund milljörðum íslenskra króna, til samgöngumála í landinu næstu 12 árin. Erna Solberg sagði þetta sögulega stund, enda aldrei áður varið jafn miklu fjármagni í málaflokkinn þar í landi. 
 
Eftir að hafa skoðað hvernig á að verja upphæðinni eru ekki allir á eitt sáttir um ráðahaginn og þannig finnst mörgum í dreifbýlinu þeir vera sniðgengnir. Um 45 prósent af fjármagninu á að nota í lestarkerfið, eins og ný lestargöng undir Osló, minnka á ferðatímann milli Bergen og Osló og bæta á lestarspor í Neðra-Rómarríki svo fátt eitt sé nefnt. Margir hafa gagnrýnt þessa nýju áætlun og benda á að það séu fleiri þættir mikilvægir en að komast hratt á milli áfangastaða, eins og að hafa örugga vegi og að bæta þurfi allar almenningssamgöngur, ekki einungis lestarkerfið. Erna Solberg og flokksfélagar hennar hafa þó ekki alveg gleymt landsbyggðinni þar sem hún setur nú mikið fjármagn til byggingar á nýjum flugvelli í Bodø í Norður-Noregi og á nokkrum hættulegum þjóðvegum. 
 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...