Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stefnt að gjaldtöku á bílastæðunum við Seljalandsfoss og Skógafoss
Fréttir 3. mars 2016

Stefnt að gjaldtöku á bílastæðunum við Seljalandsfoss og Skógafoss

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Á þessu stigi getum við ekki svarað því þó að við stefnum að því. Til þess að þetta sé möguleiki verður samstaða að ríkja meðal landeigenda en við erum landeigendur við  Seljalandsfoss ásamt með fjórum jörðum  við Seljaland.
 
Við Skóga eru þetta héraðsnefndirnar tvær, Vestur-Skaftfellinga og Rangæinga, þannig að þar koma fimm sveitarfélög að málinu. Við þurfum líka að færa til og laga bílastæði við fossana, það er væntanlega forsenda þess að geta hafið gjaldtöku,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, þegar hann var spurður hvort það ætti að fara að taka upp gjaldtöku á bílastæðunum fyrir ferðamenn við Seljalandsfoss og Skógafoss, sem báðir eru staðsettir í Rangárþingi eystra. Sveitarfélagið hefur verið í sambandi við fyrirtæki sem sérhæfa sig í búnaði varðandi gjaldtöku á bílastæðum,  salernum og þess háttar.  Við Seljalandsfoss hefur verið rætt um að gjaldtakan  verði hugsanlega í höndum heimamanna, þ.e. að landeigendur sjái um þennan þátt ferðaþjónustunnar.
 
Ekki hlynntur skoðunargjöldum
 
En hvað með Ísólf Gylfa sjálfan, vill hann sjá gjaldtöku við ferðamannastaði í sveitarfélaginu?
„Ég vildi gjarnan komast hjá því að innheimta einhvers konar skoðunargjöld. Hins vegar er mikill átroðningur við þessa staði, við rekum salerni o.þ.h. sem er kostnaðarsamt og engin ástæða að reka frítt fyrir ferðamenn. Sjálfur hefði ég kosið að þessi gjöld væru inni í farmiðanum til  Íslands eða einhvers konar borgar- eða landsgjald eins og þekkist víða í útlöndum.“ Rætt hefur verið um samræmda gjaldtöku á ferðamannastöðum í Rangárþingi eystra en út á hvað gengur sú hugmynd?
 
„Við höfum verið á sameiginlegum fundum með ferðaþjónustuaðilum sem eru við Suðurströndina. Það er afar æskilegt að þetta sé með sama eða svipuðum hætti alls staðar. Við  erum líka á Kötlu jarðvangssvæði og þetta eru alls konar vangaveltur sem hafa komið upp.
 
Auðvitað er líka ákveðin skylda sem liggur á ferðaskrifstofum og rútu­fyrirtækjum sem koma með gestina á þessa fjölförnu staði. Flestar nýjar rútur eru með salernisaðstöðu sem einhverjir fullyrða að lítið séu notaðar, það þarf líka að vera aðstaða til þess að tæma þau ferðaklósett,“ segir Ísólfur Gylfi. 
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...