Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Starfsemi Þekkingarseturs hefur aukist undanfarin misseri, en hún fer fram í gamla Kvennaskólanum.
Starfsemi Þekkingarseturs hefur aukist undanfarin misseri, en hún fer fram í gamla Kvennaskólanum.
Mynd / huni.is
Fréttir 11. apríl 2016

Starfsemin vex hjá Þekkingarsetrinu á Blönduósi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Þekkingarsetrið á Blönduósi hefur ráðið Katrínu Sif Rúnarsdóttur til starfa í Kvennaskólanum til eins árs. Starfið er annað af tveimur stöðugildum sem Þekkingarsetrið fékk úthlutað frá Norðvesturnefndinni nú í vetur.
 
Starfsemi Þekkingarsetursins hefur vaxið og dafnað síðan það var stofnað fyrir fjórum árum. Markmið setursins er m.a. að vera miðstöð rannsókna- og þróunarverkefna á sviði textíls, strandmenningar og laxfiska, og stuðla að aukinni fjölbreytni atvinnulífs með fræðslustarfi, eflingu háskólamenntunar, vísinda­rannsóknum og nýsköpunarstarfi.
 
50 listamenn hafa staðfest komu sína
 
Á undanförnum árum hefur áhersla verið lögð á eflingu náms á sviði textíls og uppbyggingar textíllistamiðstöðvarinnar í Kvennaskólanum í samstarfi við Textílsetur Íslands og Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Þessi vinna hefur svo sannarlega skilað sér og hefur starfsemin aukist ár frá ári. Nemendur Listaháskóla Íslands og danskir textílnemendur frá Kaupmannahöfn koma nú reglulega í starfsnám og nýta aðstöðu og fræðslu á staðnum. Aðsókn í listamiðstöðina, sem er rekin af Textílsetri Íslands, hefur aukist stöðugt og nú þegar hafa 50 listamenn frá öllum heimshornum staðfest komu sína árið 2016. Auk þess hefur verið unnin úttekt á vefstofu og vefstólum í Kvennaskólanum og vinna við endurbætur á aðstöðunni hafin.
 
Hlutverk nýs starfsmanns verður m.a. að vinna almenn skrifstofustörf, aðstoða textíllistamenn sem og nemendur sem nýta sér námsver og fjarprófsaðstöðu í Kvennaskólanum. Einnig mun Katrín, sem er ferðamálafræðingur að mennt, veita upplýsingar til ferðamanna og annarra gesta sem heimsækja Kvennaskólann en þar eru einnig staðsett Vatnsdæla á Refli og Minjastofur á vegum Vina Kvennaskólans. Frá þessu er sagt á vefnum huni.is.
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...