Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Stækkun vegakerfa hættuleg náttúrunni
Fréttir 6. mars 2015

Stækkun vegakerfa hættuleg náttúrunni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lagning nýrra vega í þróunarlöndunum er náttúrunni meiri ógn en allar, stíflur, námur, olíuvinnsla og stækkun borga samanlagt samkvæmt því sem segir í nýlegri skýrslu sem unnin var við Cook háskóla í Ástralíu.

Ástæðan fyrir því að vegir eru náttúrunni svona hættulegir eru sagðir vera að þeir opni fyrir og auðveldi aðgengi veiðiþjófa og þeirra sem stunda ólöglegt skógarhögg að áður óaðgengilegum stöðum og ósnertri náttúru.

Í skýrslunni segir að nýir vegir um áður ósnert svæði verði nú til sem aldrei fyrr og áhrif þeirra nái langt út fyrir vegbrúnir þeirra. Ennfremur segir að áhrif vegagerðar séu sjaldan talin með þegar rætt séu um nauðsyn þess að vernda náttúruna. Vegir um regnskóga Suður Ameríku og víðar í heiminum eru sagðir sérstaklega varasamir þar sem þeir auðveldi að gengi að skógunum og um leið ólöglegt skógarhögg.

Sem dæmi um tengsl vegagerðar og náttúruspjalla er að í Kongó hafa skógarhöggsfyrirtæki lagt um 50.000 kílómetra að vegum frá síðustu aldamótum. Á sama tíma hafa um tveir þriðju að villtum fílum í sömu skógum fallið fyrir veiðiþjófum.
 

Skylt efni: Vegagerð | náttúruvernd

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...