Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Staðfest riðusmit við Varmahlíð í Skagafirði
Mynd / Bbl
Fréttir 25. febrúar 2020

Staðfest riðusmit við Varmahlíð í Skagafirði

Höfundur: smh

Staðfest tilfelli um riðuveiki er á bænum Grófargili við Varmahlíð í Skagafirði. Á bænum eru um 100 fjár.

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að unnið sé að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Bóndi á Grófargili hafi haft samband við stofnunina þar sem ein kind hafi sýnt einkenni riðuveiki. Hafi kindin verið skoðuð og síðan aflífuð. Sýni hafi verið tekin og send á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum, þar sem riðuveikin hafi verið staðfest.

Grófargil er í Húna- og Skagahólfi en þar hafa langflest tilfelli komið upp á síðustu 20 árum. Alls hafa komið upp riðutilfelli á 20 bæjum á því tímabili. Þetta er í fyrsta skiptið sem riða kemur upp í Grófargili, en árið 2016 var staðfest tilfelli á bænum Brautarholti sem er næsti bær við Grófargil. Síðast greindist riða í hólfinu á síðasta ári og einnig var staðfest tilfelli í hólfinu 2018, en ekki árið 2017.

Fyrsta tilfelli ársins

Í tilkynningu Matvælastofnun kemur einnig fram að þetta sé fyrsta tilfelli um riðusmit á árinu. Í fyrra hafi einungis eitt tilfelli komið upp, einmitt í Skagafirði. Þar segir ennfremur fram að riðan sé á undanhaldi en brýnt sé að sofna ekki á verðinum, það sýni þetta tilfelli nú.

Í upplýsingum á vef Matvælastofnunar um aðgerðir gegn riðutilfellum  segir: „Þegar riðuveiki finnst á nýjum bæ er samið við eiganda, öllu fénu fargað strax og þinglýst fjárleysi á jörðinni. Farga skal hverri kind sem látin hefur verið til annarra bæja frá sýkta bænum, líka öllum kindum frá öðrum bæjum sem hýstar hafa verið á riðubænum yfir nótt eða lengur. Þar sem riða hefur náð að búa um sig og smitleið er ókunn getur þurft að farga á snertibæjum og jafnvel öllu fé á heilum svæðum. Héraðsdýralæknir metur hvað hægt er að hreinsa, hvað verður að fjarlægja og áætlar jarðvegsskipti við hús. Hús, tæki og tól eru háþrýstiþvegin og sótthreinsuð með klóri og joði eða sviðin með loga. Hreinsun skal taka út áður en yfirborði er lokað, timbri með fúavarnarefni, steini og járni með sterkri málningu. Notað er mauraeitur tvisvar sinnum vegna heymauranna. Heyjum frá riðutíma er eytt. Jarðvegsskipti fara fram, síðan er sand- eða malborið (malbikað). Að tveimur árum liðnum er nýr fjárstofn tekinn frá ósýktu svæði.“

 

Skylt efni: riða | Skagafjörður

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...